„Okkur var hent út af Stöð 2 samdægurs“

Sigmundur Ernir Rúnarsson og Elín Sveinsdóttir.
Sigmundur Ernir Rúnarsson og Elín Sveinsdóttir. mbl.is/Ómar

Ég áttaði mig á því um daginn að ég á 30 ára sjónvarpsafmæli og er ekki tilefni til að skila sér heim á þeim tímapunkti,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson dagskrárstjóri nýrrar sjónvarpsstöðvar sem heitir Hringbraut og fer í loftið um miðjan febrúar, aðspurður að því hvernig sé að vera aftur kominn í sjónvarp.

Þegar hann er spurður að því hvenær sú hugmynd kviknaði að stofna sjónvarpsstöð segir hann að hugmyndin hafi kviknað í nóvember og þá hafi hlutirnir gerst hratt.

„Við fengum góðar viðtökur og þetta hefur gengið hraðar en við áttum von á.“

Nú spyrja sig margir hvort Hringbraut sé að fara í beina samkeppni við ÍNN þar sem um talmálssjónvarp sé að ræða en Sigmundur Ernir segir svo ekki vera.

„Við erum ekki í samkeppni við einn öðrum fremur og við ætlum ekki endilega að verða stór. Og við ætlum að reyna að vanda okkur,“ segir hann. Nú eru margar þekktar kanónur úr fjölmiðlunum innanborðs eins og Páll Magnússon og Þorsteinn Pálsson. Þegar hann er spurður að því hvernig valið hafi verið inn í þennan hóp segir hann það skipta máli að höfða til breiðs hóps.

„Þetta er gjarnan fólk sem vill sjá framfarir í samfélaginu og er opið fyrir breytingum. Leiðarstefið verður öðru fremur hvernig við getum bætt hag heimilanna og fyrirtækja í landinu þannig að samfélagið verði betra fyrir vikið. Það þarf að skoða allar leiðir og ekki hafna neinu fyrirfram.“

Á Hringbraut verður Elín Sveinsdóttir, eiginkona Sigmundar, framleiðslustjóri. Þau hafa ýmsa fjöruna sopið í fjölmiðlum.

„Okkur var hent út af Stöð 2 samdægurs í janúar 2009 þegar við vorum rekin á sama degi. Síðan þá erum við búin að vinna að mörgum verkefnum í sjónvarpinu eins og með þættina Með okkar augum á RÚV. Svo hef verið að hjálpa henni á bak við tjöldin við annað efni. Við erum að taka saman aftur,“ segir hann og hlær.

Þegar samtalinu er alveg að ljúka kemur Sigmundur Ernir því að að Hringbraut sé staðsett á jarðhæð í gömlu höfuðstöðvum Olís við Sundagarða.

„Við erum allir orðnir svo gamlir að það það kom ekkert annað til greina,“ segir hann og hlær.

Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Sigmundur Ernir Rúnarsson. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda