Manuela Ósk Harðardóttir nemi í fatahönnun við Listaháskóla Íslands er með puttana á púlsinum og veit hvaðan hún er að koma og hvert hún er að fara. Ég spurði hana spjörunum úr.
Hvað er það seinasta sem þú keyptir þér og elskaðir?
Rapid Lash fyrir augnhár og augabrúnir - en ég er nýbyrjuð að setja þetta á mig áður en ég fer að sofa og ég er ekki frá því að ég sjái smá mun. Svo var ég að kaupa mér svarta Adidas Superstar skó í Kaupfélaginu - sem ég er pínu sjúk í.
Í hverju ætlar þú að fjárfesta næst?
Ég er að fara til Parísar á morgun á tískuvikuna og þar ætla ég að nota tækifærið og fjárfesta í efnum til að nota í sýningunni minni - en við nemendur á 2.ári í fatahönnun LHÍ höldum okkar fyrstu sýningu þann 9.apríl. Það er mjög spennandi!
Hver er ógleymanlegasti staður sem þú ferðaðist til á seinasta ári?
Palm Springs - þegar ég fór á Coachella tónlistarhátíðina í april í fyrra - og tískuvikurnar í París gleymast aldrei.
Hver er besti minjagripur sem þú hefur tekið með þér úr ferðalagi?
Rauður Versace kjóll sem ég kom með heim frá New York árið 2002.
Hvaða hlut myndir þú aldrei láta frá þér?
Ég er blessunarlega ekki það tengd dauðum hlutum að það sé eitthvað sem ég myndi aldrei láta fra mér - það eru svolítið stór orð. Ég á samt eitt úr sem ég held mikið upp á og þætti leitt að missa - og málverk sem ég erfði eftir pabba minn sem lést þegar ég var ungabarn.
Seinasta máltíð sem þú naust virkilega að borða?
Ég átti virkilega huggulega stund með Óla Bogga vini mínum um daginn - en hann bauð mér í hádegismat á nýja Apotekið. Virkilega flottur staður og góður matur.
Hver er sá munaður sem þú gætir aldrei sleppt?
Enn og aftur, þá er ekkert sem ég gæti ekki sleppt - en það eru fullt af hlutum sem mer þætti leiðinlegra að sleppa en öðrum. Nuddið hjá Unnari á Nordica er ofarlega á listanum.
Hver er seinasti aukahlutir sem þú keyptir þér?
Ég keypti mer virkilega fallega sparitösku í New York i janúar. Hún fær einmitt að fara með mer til Parísar a morgun.
Uppáhalds snyrtivara?
Tom Ford Oud Wood ilmvatnið mitt og Mystic Tan andlitsspreyið sem fæst í Nyx.
Uppáhalds smáforrit?