Anna Svava orðin mamma

Anna Svava Knútsdóttir er orðin mamma.
Anna Svava Knútsdóttir er orðin mamma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir og ísgerðarmaðurinn í Valdísi Gylfi Þór Valdimarsson eignuðust dreng í gær. Parið kynntist á djamminu en þá var hann nýfluttur heim frá Danmörku og hún búin að vera einhleyp í 6 ár. Daginn sem þau kynntust hafði Anna Svava skipulagt leynibrúðkaup fyrir vini sína.

„Um kvöldið fórum við allar vinkonurnar að djamma og ég kynntist kærastanum mínum. Þetta var í fyrsta skiptið sem hann fór á djammið síðan hann flutti frá Danmörku. Í öllum látunum heyrðist honum ég heita Helga og hann kallaði mig Helgu allt kvöldið. Við ákváðum að hittast á þriðjudeginum þar á eftir. Við fórum á Snaps og fengum okkur rauðvín. Það vildi svo ekki betur til en svo að hann varð fárveikur og ældi og ældi. Hann þurfti að vera hér á sófanum hjá mér til morguns með fötu til að æla. Þannig var fyrsta stefnumótið. En við byrjuðum saman. Ég held að þetta sé karma. Ég held að eftir brúðkaupsskipulagninguna hafi ég bara átt skilið að kynnast svona fullkomnum gaur,“ sagði hún í viðtali við Fréttatímann sumarið 2013.

Anna Svava Knútsdóttir er orðin móðir.
Anna Svava Knútsdóttir er orðin móðir. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda