Fór niður um 10 fatastærðir

Guðlaug Sigríður Tryggvadóttir er komin niður í stærð 12.
Guðlaug Sigríður Tryggvadóttir er komin niður í stærð 12. Ljósmynd/Kristjana Árnadóttir

Guðlaug Sig­ríður Tryggva­dótt­ir var tæp­lega 122 kg þegar hún byrjaði í Big­gest Loser Ísland tvö en þætt­irn­ir eru sýnd­ir á Skjá­ein­um. Eft­ir að Guðlaug, eða Gulla eins og hún er kölluð, datt út úr Big­gest Loser hef­ur hún ekki látið deig­an síga. Hún setti sér það mark­mið í upp­hafi að hætta al­ger­lega að drekka gos, borða sæl­gæti og snakk. Hún seg­ist ekki hafa neina löng­un til þess að smakka á þess­um mat­vör­um í dag. Þessi dugnaður skilaði henni millj­ón í verðlaun en hún sigraði heima­keppn­ina í Bigg­set Loser.

„Það sem er gott við þenn­an ár­ang­ur minn er að ég gerði þetta eins eðli­lega og hægt er. Ég byrjaði strax hjá einkaþjálf­ara, henni Heiðrúnu minni, um leið  og ég datt út og hef verið hjá henni tvisvar í viku síðan. Svo var ég í cross­fit hjá Cross­fit Ak­ur­eyri og var aldrei í nein­um öfg­um í  æf­ing­um,“ seg­ir Gulla.

Aðspurð hvað hún hafi gert seg­ist hún aðallega hafa verið að vinna með eig­in lík­amsþyngd. Hún lyfti líka stöku lóðum en var mest að vinna með „core“ æf­ing­arn­ar. 

Þegar hún datt út úr Big­gest Loser Ísland var hún staðráðin í því að láta það ekki stoppa sig og ákvað strax að gera al­ger­lega sitt besta. „Sú hugs­un hef­ur alltaf þvælst fyr­ir mér að ég væri ekki nógu góð og stæði mig ekki nógu vel. Ég ákvað að breyta þessu og gera al­ger­lega mitt besta. Svo hélt ég bara áfram að borða hollt og hafa reglu á mataræðinu,“ seg­ir hún.

Helsta vanda­mál Gullu hér áður fyrr var hvað var mik­il óregla á mataræðinu. Stund­um borðaði hún ekk­ert yfir dag­inn og endaði svo í ein­hverju sukki í sjopp­unni og aðra daga borðaði hún allt of mikið. Eft­ir að hún byrjaði í Big­gest Loser Ísland gjör­breytti hún þessi og kom reglu á mataræði sitt.

Gulla geislaði af gleði og þokka á loka­kvöldi Big­gest Loser Ísland og var al­sæl yfir því að hafa sigrað í heima­keppn­inni. Hún seg­ir að lífið sé bara allt annað eft­ir að hún létt­ist.

„Það er eig­in­lega und­an­tekn­ing ef mér líður illa. Auðvitað sakna ég þess að eiga ekki mann og börn en ég er ekk­ert að stressa mig yfir því í dag – það kem­ur. Það er ekki annað hægt en að vera með glöð með ár­ang­ur­inn og vera um­kringd þess­um góða þjálf­ara mín­um, fjöl­skyldu og vin­um.“

Aðspurð hvort hún finni ekki fyr­ir meiri karl­hylli eft­ir að hún létti sig seg­ir hún svo ekki vera.

„Ég hef ekki fundið fyr­ir því, það er ekki al­veg nógu mikið að ger­ast í þeim mál­um. Ég er svo­lítið upp­tek­in af sjálfri mér þessa dag­ana. En ég játa al­veg að mig lang­ar að kynn­ast ein­hverj­um sem ég get eytt líf­inu með,“ seg­ir hún og bros­ir.

Í dag er Gulla 77 kg en mark­miðið henn­ar er að verða 75 kg. Hún ætlaði reynd­ar að vera orðin 75 kg fyr­ir lokaþátt­inn en það tókst ekki al­veg.

„Ég er ekk­ert stressuð yfir því. Ég verð kom­in niður í 75 kg í sum­ar – það ligg­ur ekk­ert á. Aðal­málið er líka að halda ár­angr­in­um. Ég var búin að lofa mér því að ég fengi bleik­an Cinta­mani-jakka ef ég kæm­ist niður í 83 kg. Ég á því jakk­ann inni og þarf að kaupa mér hann næst þegar ég kem í bæ­inn,“ seg­ir hún en Gulla býr á Ak­ur­eyri.

Á loka­kvöld­inu færði Heiðrún einkaþjálf­ari Gullu henni tvenn­ar bux­ur frá Pure lime, jakka, skó og bol frá sama merki. Það sem vek­ur at­hygli er að bux­urn­ar eru í stærð 12 en þegar Gulla byrjaði í Big­gest Loser Ísland var hún í ná­kvæm­lega eins bux­um í stærð 22. Hún hef­ur því farið niður um 10 fata­stærðir.

„250 þúsund króna gjafa­bréfið sem ég fékk í Smáralind á eft­ir að koma sér vel. En svo hafa vin­kon­ur mín­ar verið ótrú­lega sæt­ar við mig og gáfu mér til dæm­is nýj­ar æf­inga­bux­ur á loka­kvöld­inu,“ seg­ir hún og bros­ir.

Guðlaug Sigríður Tryggvadóttir er 29 ára gömul. Svona leit hún …
Guðlaug Sig­ríður Tryggva­dótt­ir er 29 ára göm­ul. Svona leit hún út þegar hún byrjaði í Big­gest Loser Ísland.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda