Björn Ingi Hrafnsson steggjaður

Björn Ingi Hrafnsson í steggjun sinni. Með honum á myndinni …
Björn Ingi Hrafnsson í steggjun sinni. Með honum á myndinni eru Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, Kristján Kröyer og Sveinbjörn Jónasson. Ljósmynd/Instagram

Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður DV og Pressunnar, ætlar að kvænast kærustu sinni, Kolfinnu Von Arnardóttur, almannatengli hjá Artikolo í júní. Í tilefni af giftingunni var honum rænt af vinum sínum og hann steggjaður.

20 vinir hans úr æsku, vinnufélagar og fjölskyldumeðlimir sóttu hann síðdegis í vinnuna síðasta miðvikudag og fóru með hann í keilu. Eftir það var farið með Björn Inga í litabolta þar sem hann var klæddur í bleikan hænubúning og gjörsamlega skotinn niður af vinum og fjölskyldumeðlimum. Ekki fylgir sögunni hvernig hann komst frá þessum gjörningi en vinunum var allavega skemmt. 

Eftir þetta var farið á Argentínu þar sem Ingó veðurguð kom og hélt uppi stuðinu. Hópurinn sá svo um að skemmta sér á staðnum fram á rauða nótt. 

Björn Ingi og Kolfinna Von ætla að ganga í það heilaga í Hallgrímskirkju 13. júní næstkomandi og mun Agnes M. Sigurðardóttir biskup gefa þau saman.

Kolfinna Von og Björn Ingi eru á leið í hjónaband.
Kolfinna Von og Björn Ingi eru á leið í hjónaband. Ljósmynd/Af Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda