Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður DV og Pressunnar, ætlar að kvænast kærustu sinni, Kolfinnu Von Arnardóttur, almannatengli hjá Artikolo í júní. Í tilefni af giftingunni var honum rænt af vinum sínum og hann steggjaður.
20 vinir hans úr æsku, vinnufélagar og fjölskyldumeðlimir sóttu hann síðdegis í vinnuna síðasta miðvikudag og fóru með hann í keilu. Eftir það var farið með Björn Inga í litabolta þar sem hann var klæddur í bleikan hænubúning og gjörsamlega skotinn niður af vinum og fjölskyldumeðlimum. Ekki fylgir sögunni hvernig hann komst frá þessum gjörningi en vinunum var allavega skemmt.
Eftir þetta var farið á Argentínu þar sem Ingó veðurguð kom og hélt uppi stuðinu. Hópurinn sá svo um að skemmta sér á staðnum fram á rauða nótt.
Björn Ingi og Kolfinna Von ætla að ganga í það heilaga í Hallgrímskirkju 13. júní næstkomandi og mun Agnes M. Sigurðardóttir biskup gefa þau saman.