Björn Ingi Hrafnsson og Kolfinna Von Arnardóttir gengu í hjónaband í gær. Í veislunni tilkynntu þau að von væri á erfingja. Parið byrjaði saman í byrjun árs og skráði sig formlega í samband á Facebook í lok mars.
Fyrir á Björn Ingi tvo syni og Kolfinna Von á einn. Það verður því fjörugt á heimilinu.