Eyþór og Svava giftu sig í Fríkirkjunni

Eyþór þakkar Tinder fyrir þetta samband ef appið væri ekki …
Eyþór þakkar Tinder fyrir þetta samband ef appið væri ekki til þá hefðu þau Svava ekki kynnst.

Eyþór Árni Úlfars­son, sem varð frægur á einni nóttu þegar hann keppti í Biggest Loser Ísland, fann ástina fyrir tæplega ári í gegnum appið Tinder. Sú heppna heitir Svava Rut Jónsdóttir. Parið trúlofaði sig um jólin og í október eiga þau von á stúlkubarni.

Í viðtali við Smartland Mörtu Maríu segir Eyþór að þau Svava hafi ætlað að hafa brúðkaupið annan dag en svo hafi þau ákveðið að drífa bara í þessu þarsíðasta laugardag, hinn 20. júní. Það væri hæfilega langt frá fæðingu stúlkubarnsins sem Svava ber undir belti. 

„20. júní hentaði vel, hann er akkúrat hálfu ári eftir að við trúlofuðum okkur upp á dag. Hvorugt okkar er mjög hátíðlegt og við vildum alls ekki stóra veislu eða mikla fyrirhöfn. Við vildum halda kostnaði í lágmarki og fá að gera þetta í friði. Það voru fáir vinir viðstaddir, bara nánasta fjölskylda, foreldrar okkar og systkini,“ segir Eyþór. 

Athöfnin fór fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði en Eyþór og Svava voru gefin saman af Sigríði Kristínu Helgadóttur presti. Eyþór segir að brúðurin hafi verið óvenjufalleg þennan dag. Faðir brúðarinnar leiddi hana ekki upp að altarinu heldur löbbuðu þau saman inn kirkjugólfið og fyrir framan þau löbbuðu dætur brúðarinnar. Undir hljómuðu óvenjulegir tónar því lagið úr Lord Of The Rings hljómaði um kirkjuna þegar þau löbbuðu inn. Þegar hjónin gengu svo út úr kirkjunni ómaði lagið Þakklæti með Trúbrot. 

„Það er erfitt að finna föt á menn í minni stærð en ég var í skyrtu og með Star Wars-slaufu sem vinkona Svövu færði mér, en hún er hönnuður. Svava var mjög falleg eins og alltaf. Eftir athöfnina vorum við með kaffiboð heima hjá pabba hennar og eftir það fórum við tvö í sumarbústað í þrjá daga. Við vorum í þrjá sólarhringa í Hraunborgum. Það var yndislegt og við vorum þarna í sumarblíðu að njóta íslenskrar náttúru. Við þurftum ekkert annað því við erum alveg að springa - við erum svo ástfangin.“

Eyþór segir að hveitibrauðsdagarnir séu búnir að vera mjög fínir. 

„Eins og flest hjón erum við ekki alltaf sammála. Okkur líður illa þegar við erum í sundur - getum ekki sofið án hvort annars. Sem er athyglisvert því fyrir ári vorum við varla byrjuð að spjalla saman. Nú er ég formlega orðinn stjúppabbi barnanna hennar og þarf að standa mig.“

Eyþór Árni Úlfarsson og Svava Rut Jónsdóttir á brúðkaupsdaginn sinn. …
Eyþór Árni Úlfarsson og Svava Rut Jónsdóttir á brúðkaupsdaginn sinn. Brúðarmeyjarnar eru dætur brúðarinnar.

Aðspurður hvernig gangi með mataræði og hreyfingu segir hann að það mætti ganga betur.

„Maður er alltaf að reyna að passa sig en ekki alltaf nóg. Við þurfum að gera plan eftir að stelpan fæðist og fara saman í sund þrisvar í viku. Ég veit að Jóhanna, sem vann Biggest Loser Ísland, borðar alltaf sinn heilsumat á meðan hinir í fjölskyldunni borða annað. Mér finnst erfitt að vera á öðru fæði en aðrir í fjölskyldunni,“ segir hann glaður með lífið. 

„Ég ætti að senda þakkarbréf á Tinder því annars hefði þetta ekki gerst,“ segir hann og hlær. 

Brúðhjónin Eyþór og Svava giftu sig í Fríkirkjunni í Hafnarfirði …
Brúðhjónin Eyþór og Svava giftu sig í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 20. júní.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda