Dóra Júlía í boði Nicole Richie

Dóra Júlía ásamt Nicole Richie.
Dóra Júlía ásamt Nicole Richie. Ljósmynd/Úr einkasafni

Dóra Júlía Agnarsdóttir, nemandi við Háskóla Íslands, er stödd í Los Angeles um þessar mundir. Í gær var henni boðið í opnunarpartí Nicole Richie en hún var að opna Pop-up búð með línunni sinni House of Harlow. Búðin er opin tímabundið og er í The Grove í Los Angeles. Með henni í partíinu var Manúela Ósk Harðardóttir fatahönnunarnemi.

Dóra Júlía stundaði nám við Columbia háskóla í sumar.
Dóra Júlía stundaði nám við Columbia háskóla í sumar. Ljósmynd/Úr einkasafni

„Þetta var opnunarpartí, sem ég og Manúela fengum boð um að RSVP-a í, á Pop-Up búðinni sem Nicole Richie var að opna tímabundið í Grove. Búðin heitir House of Harlow og hún var að frumsýna nýja línu þar. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi þannig þetta var sjúklega gaman,“ segir Dóra Júlía sem ber Richie vel söguna. 

„Hún var mjög næs. Mega laid back, almennileg og flott pía og alveg tilbúin að gefa sér tíma til að spjalla við mann,“ segir hún.

Dóra Júlía ásamt Pálma kærastanum sínum.
Dóra Júlía ásamt Pálma kærastanum sínum. Ljósmynd/Úr einkasafni

Dóra Júlía byrjaði sumarið á að fara til Vínarborgar og var partur af íslenska Eurovisionteyminu. „Það var mikið ævintýri og frábær reynsla. Þaðan fór ég til New York þar sem ég var nemandi við Columbia háskóla á sumarönninni þeirra. Það var frekar hardcore, mjög þungur lærdómur og virkilega krefjandi tímar en ótrúlega þroskandi og skemmtilegt. Núna er ég nýkomin frá New York til LA og ég verð hér út sumarið hjá kærastanum mínum,“ segir hún.

Kærasti Dóru Júlíu er Pálmi Ragnar Ásgeirsson sem er hluti af Stop Wait Go teyminu sem samdi Eurovisionlagið í ár, Unbroken.

Cool New Yorker.
Cool New Yorker. Ljósmynd/Úr einkasafni

Aðspurð að því hvernig lífið sé í Los Angeles ber hún því vel söguna.

„Það er bara ótrúlega gott, mér finnst hvergi betra að vera. Það er hægt að gera bókstaflega allt hérna og eiginlega ómögulegt að láta sér leiðast, borgin er full af ævintýrum. Svo er líka bara svo gott að chilla hérna, andrúmsloftið í LA er almennt chillað, þó svo að flestallir vinni mikið þá virðist vera auðvelt að balance-a það. Hér er ótrúlega mikið af fólki sem fer sínar eigin leiðir í lífinu og er að gera alveg magnaða hluti, sem mér finnst ótrúlega inspiring. Nú þarf ég bara að finna út hvað það er sem mig langar að gera,“ segir hún að lokum. 

Dóra Júlía nýtur þess að hlaupa.
Dóra Júlía nýtur þess að hlaupa. Ljósmynd/Úr einkasafni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda