Smartland Mörtu Maríu hefur tekið saman lista yfir eftirsóknarverðustu piparsveina landsins. Eins og sést á listanum er hann fjölbreyttur og á honum kemur líka ýmislegt á óvart.
Gunnar Nelson þarft vart að kynna en hann er 27 ára gamall bardagaíþróttamaður. Hann er nú staddur í Las Vegas eftir að hafa sigrað Brandon Thatch í bardaga síðastliðinn laugardag. Þær sem fíla hlédræga slagsmálahunda ættu að kunna að meta hann.
Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri er 42 ára gamall og á lausu. Hann útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Ísland árið 2000 og er búsettur í Garðabænum. Hann var skipaður fangelsismálastjóri 2007 en starfaði áður sem framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna.
Jökull Sólberg Auðunsson er ungur frumkvöðull sem starfaði lengi vel sem vörustjóri fyrirtækisins Plain Vanilla. Hann hefur nú siglt á ný mið og stofnað sitt eigið fyrirtæki Lemonade.
Orri Helgason er 21 árs gamall og starfar sem fyrirsæta. Hann útskrifaðist með stúdentsgráðu frá Verslunarskóla Íslands árið 2014 og fór eftir það ferðast um heiminn.
Magnús Þór Gylfason er yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar. Hann hefur komið víða við í viðskiptalífinu og er búsettur í 101 Reykjavík. Hann var aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þegar hún var borgarstjóri í Reykjavík.
Ríkharður Daðason er fyrrverandi íslenskur knattspyrnumaður og spilaði lengst af með Fram. Hann bjó með Þóreyju Vilhjálmsdóttur aðstoðarkonu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og núverandi formanns Ferðamálaráðs Íslands.
Sturla Atlas er nemandi í Listaháskóla Íslands og hefur gefið út tónlist undir ýmsum dulnefnum undanfarin ár. Hann er sonur leikarans Atla Rafns Sigurðssonar sem prýddi oftar en ekki samskonar lista og þennan þegar hann var yngri.
Sólmundur Hólm er 32 ára útvarpsmaður, söngvari og skemmtikraftur. Hann er þekktur fyrir mikinn og skemmtilegan húmor.
Sölvi Blöndal er hagfræðingur og starfar hjá fjárfestingarfélaginu Gamma. Hann sló fyrst í gegn sem rappari og var í hljómsveitinni Quarashi. Í seinni tíð hefur hann náð að sameina hagfræðina og rappið og þykir mjög töff.
Gísla Rúnar Jónsson þekkja margir en hann hefur starfað sem leikari, leikstjóri og handritshöfundur. Hann var giftur leikkonunni Eddu Björgvinsdóttur og er nú búsettur í Kaliforníu. Konur sem elska góðan húmor ættu að smella einu læki á hann á Tinder!