Stærsta stjarna Bollywood á leið til landsins

Shah Rukh Khan, konungur Bollywood er á leið til landsins.
Shah Rukh Khan, konungur Bollywood er á leið til landsins. AFP

Bollywoodleik- og söngvarinn Shah Rukh Khan sem er einnig þekktur sem konungur Bollywood er nú á leið til Íslands til að taka upp myndband við nýtt lag sitt.

Á vefnum MumbaiMirror kemur fram að lagið verði tekið upp á svörtum ströndum Íslands með brimið og stórbrotið landslagið allt í kring. Khan mun koma til landsins í næstu viku og áætlað er að hann verði hér í um tólf daga ásamt fylgdarliði sínu.

Farh Khan er þekktur danshöfundur í Bollywood og mun vinna að gerð myndbandsins á Íslandi. Samkvæmt erlendum miðlum á myndbandið að vera algjörlega einstakt og fallegra en allt sem áður hefur komið frá Bollywood.

Shah Rukh Khan er fæddur þann 2. nóvember 1965. Hann er einn af ríkustu leikurum heims og er auður hans metinn á um 80 milljarða króna.

Meðfylgjandi er myndband við lagið Suraj Hua Maddham 

Eignir Khan eru metnar á um 80 milljarða íslenskra króna.
Eignir Khan eru metnar á um 80 milljarða íslenskra króna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda