Gísli og Nína með sömu hjúskaparstöðu og forsetinn

Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarsson og Rakel María.
Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarsson og Rakel María. mbl.is/Styrmir Kári

Gísli Örn Garðars­son og Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir eru skráð sem hjón ekki í sam­vist­um í Þjóðskrá. For­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, er með sömu skrán­ingu í Þjóðskrá en það vakti mikla at­hygli þegar hann og eig­in­kona hans, Dor­rit Moussai­eff, fengu und­anþágu á að vera ekki skráð með sama lög­heim­ili. 

Moussai­eff flutti lög­heim­ili sitt til Bret­lands árið 2013 vegna skatta­mála.

„Hún og Ólaf­ur Ragn­ar eru skráð í þjóðskrá sem hjón ekki í sam­vist­um. Dor­rit sagðist í yf­ir­lýs­ingu hafa gert ráðstaf­an­ir á grund­velli skatta­laga, til að geta sinnt vinnu sinni bet­ur, sem og öldruðum for­eldr­um í London, þegar horf­ur voru á að Ólaf­ur Ragn­ar yrði ekki leng­ur for­seti.

Skatta­sér­fræðing­ar gefa lítið fyr­ir þau rök að Dor­rit hafi þurft að flytja lög­heim­ili til Bret­lands til að tryggja áfram­hald­andi rekst­ur fyr­ir­tæk­is for­eldra sinna. Lík­legra sé að þrengri regl­ur um heim­il­is­festi í Bretlandi séu ástæðan,“ sagði á vef ruv.is.

Á þeim tíma var haft sam­band við Sól­veigu J. Guðmunds­dótt­ur sviðsstjóra Þjóðskrár­sviðs hjá Þjóðskrá Íslands. „Til þess að gera und­anþágu á þessu er til ein und­anþágu­heim­ild sem lýt­ur að Alþing­is­mönn­um þar sem heim­ild er til þess að þeir hafi annað lög­heim­ili.“

Tíma­ritið Séð og Heyrt grein­ir frá því að Gísli og Nína séu alls ekki skil­in. Þessi skrán­ing sé ein­göngu vegna vinnu hans í Bretlandi sem standi tíma­bundið yfir.

Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson.
Dor­rit Moussai­eff og Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son. mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda