Sögðu hertogaynjuna þreytulega og með hrukkur

Greinarhöfundi Daily Mail þótti útgangurinn á hertogaynjunni ekki við hæfi.
Greinarhöfundi Daily Mail þótti útgangurinn á hertogaynjunni ekki við hæfi. Skjáskot Daily Mail

Ný­leg frétt sem dag­blaðið Daily Mail birti um Katrínu her­togaynju af Cambridge hef­ur farið ansi illa í fólk.

Dag­blaðið birti mynd af her­togaynj­unni und­ir fyr­ir­sögn­inni „Ertu far­in að finna fyr­ir jólaþreyt­unni Kata?“ eða „Feel­ing the Xmas strain are you, Kate?“

Í frétt­inni sem fylgdi velti grein­ar­höf­und­ur­inn Sarah Vine út­liti Katrín­ar mikið fyr­ir sér, en hún seg­ir meðal ann­ars að hár henn­ar hafi verið sleikt aft­ur, augu henn­ar hafi verið þrút­in og hrukk­ur her­togaynj­unn­ar hafi verið áber­andi.

„Ég vona að Vil­hjálm­ur prins taki fyrri vakt­ina um helg­ina, því ef marka má mynd­irn­ar sem náðust af Kate á föstu­dag­inn þarf hún á því að halda að sofa út.“

„Hár henn­ar, sem venju­lega er gljá­andi, var sleikt aft­ur, aug­un voru þrút­in og um­kringd lín­um. Hin 33 ára her­togaynja leit út fyr­ir að vera dauðupp­gef­in þegar hún yf­ir­gaf versl­un­ar­miðstöðina Peter Jo­nes.“

Fjöldi manns hef­ur síðan gagn­rýnt frétta­flutn­ing­inn, líkt og sjá má á vef In­depend­ent.

„Kona er mennsk - slá­andi sönn­un­ar­gögn. Á hugsna­lega ekki við um höf­und þess­ar­ar grein­ar.“

Einn tíst­verji kokkaði upp nýja fyr­ir­sögn fyr­ir frétt­ina. „Þessi fyri­sögn gæti allt eins hljómað svona: Tveggja barna móðir er þreytt.“

„Þetta er Ritu Skeeter augna­blik, ef ég hef nokk­urn tím­ann séð slíkt.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda