Nýleg frétt sem dagblaðið Daily Mail birti um Katrínu hertogaynju af Cambridge hefur farið ansi illa í fólk.
Dagblaðið birti mynd af hertogaynjunni undir fyrirsögninni „Ertu farin að finna fyrir jólaþreytunni Kata?“ eða „Feeling the Xmas strain are you, Kate?“
Í fréttinni sem fylgdi velti greinarhöfundurinn Sarah Vine útliti Katrínar mikið fyrir sér, en hún segir meðal annars að hár hennar hafi verið sleikt aftur, augu hennar hafi verið þrútin og hrukkur hertogaynjunnar hafi verið áberandi.
„Ég vona að Vilhjálmur prins taki fyrri vaktina um helgina, því ef marka má myndirnar sem náðust af Kate á föstudaginn þarf hún á því að halda að sofa út.“
„Hár hennar, sem venjulega er gljáandi, var sleikt aftur, augun voru þrútin og umkringd línum. Hin 33 ára hertogaynja leit út fyrir að vera dauðuppgefin þegar hún yfirgaf verslunarmiðstöðina Peter Jones.“
Fjöldi manns hefur síðan gagnrýnt fréttaflutninginn, líkt og sjá má á vef Independent.
„Kona er mennsk - sláandi sönnunargögn. Á hugsnalega ekki við um höfund þessarar greinar.“
Einn tístverji kokkaði upp nýja fyrirsögn fyrir fréttina. „Þessi fyrisögn gæti allt eins hljómað svona: Tveggja barna móðir er þreytt.“
„Þetta er Ritu Skeeter augnablik, ef ég hef nokkurn tímann séð slíkt.“