Hætti að drekka og stundar pole fitness

Guðrún Sæmundsen.
Guðrún Sæmundsen. Ljósmynd/Íris Sigurðardóttir

Guðrún Sæ­mundsen, höf­und­ur bók­ar­inn­ar, Hann kall­ar á mig, þekk­ir það af eig­in raun að berj­ast við fíkn. Hún hætti að drekka vegna þess að áfengi olli henni mik­illi van­líðan og hún réð illa við það. Í sam­tali við Smart­land Mörtu Maríu seg­ist hún hafa heyrt það allt of oft að hún væri svo „venju­leg“ týpa. Hún hefði klárað há­skóla­nám, væri í flottri vinnu, hefði skrifað bók og þar fram eft­ir göt­un­um. Hún seg­ir að fólk reki yf­ir­leitt upp stór augu þegar hún segi fólki frá því að hún hafi átt í basli með áfengi.

„Það sem er mik­il­vægt að hafa í huga er að alkó­hólismi spyr ekki um ald­ur, kyn, stöðu, fjár­mál eða annað, rétt eins og aðrir sjúk­dóm­ar. Það get­ur hver sem er þurft að kljást við fíkn og það er skelfi­legt hvað þetta virðist vera al­gengt. Ég held að það megi segja að alkó­hólismi finn­ist í hverri ein­ustu fjöl­skyldu,“ seg­ir Guðrún.

Guðrún seg­ist hafa lært og þrosk­ast og hún viti það í dag að það skipti ekki höfuðmáli hvað hafi á dag­ana drifið og hvaða reynslu fólk sé með á bak­inu held­ur skipti mestu máli hvað fólk ákveði að gera með það í fram­hald­inu. Hún er 33 ára og starfar í franska sendi­ráðinu á dag­inn. Á kvöld­in þjálf­ar hún pole fit­n­ess.

Guðrún seg­ir að kveikj­an að sög­unni, Hann kall­ar á mig, hafi verið til að sýna fram á að í tengsl­um við fíkni­sjúk­dóm­inn alka­hól­isma hafi ein­stak­ling­ur­inn alltaf val.

„Það get­ur verið þunn lína á milli þess hvert maður ákveður að stefna í líf­inu. „Hann kall­ar á mig“ er mik­il saga með sterk skila­boð.“

Svona lítur bókakápan út.
Svona lít­ur bóka­káp­an út.

Guðrún seg­ir að áfeng­isneysla sín hafi verið bölvað vesen og henni fylgdu mörg vanda­mál.

„Mér leið ekki vel með áfengi og ég tengdi ýmis vanda­mál við neyslu áfeng­is.“

Þegar hún er spurð að því hvort áfeng­isneysl­an hafi litað til­veru henn­ar neit­ar hún því ekki.

„Auðvitað ber fólk ekk­ert endi­lega utan á sér and­leg vanda­mál eins og alkó­hól­isma eða hvað eina. Í flest­um til­fell­um ekki. Ég fún­keraði al­veg dags­dag­lega, kláraði masters­nám í alþjóðaviðskipt­um frá frönsk­um há­skóla, náði frá­bær­um tök­um á frönsku tungu­máli, kláraði verðbréfamiðlun og tók mín fyrstu skref í at­vinnu­líf­inu. Samt vantaði alltaf eitt­hvað og innst inni var ég ekki sátt. Það var eitt­hvað sem þurfti að laga.“

Hvernig var drykkjumunstrið?

„Ég myndi segja að mynstrið hafi verið al­veg svipað því sem marg­ir myndu segja „eðli­legt“. Yf­ir­leitt tengd­ist áfeng­isneysla djammi um helg­ar, eins og hjá svo mörg­um, það tengd­ist fé­lags­lífi al­mennt eins og að fara í leik­hús, kaffi­húsa­ferðir, fara út að borða o.s.frv. Aðal­vanda­málið var hvað gerðist þegar ég var að drekka, því oft gat ég misst alla stjórn. Af hverju ætti ein­hver að vilja sækj­ast í svo­leiðis ástand?“

Guðrún var ekki mjög göm­ul þegar hún áttaði sig á því að hún réð ekk­ert við áfengi.

„Þegar ég horfi til baka þá var það ljóst frá því ég var ung­ling­ur að ég réð ekki við áfengi. Hins veg­ar sá ég það ekki sjálf fyrr en löngu seinna. Það er nátt­úr­lega ekki hægt að taka sig á nema maður átti sig á því og geri hlut­ina sjálf­ur, þrátt fyr­ir að þeir sem þykir vænt um mann hafi bent manni á það.“

Guðrún fór ekki í meðferð held­ur tókst á við alkó­hól­is­mann á ann­an hátt.

„Ég fór ekki í meðferð, ég bara fattaði það ekki á þess­um tíma. Hins veg­ar sótti ég mér ut­anaðkom­andi aðstoð. Ég fór í gíf­ur­lega sjálfs­vinnu og sótt­ist í mjög heil­brigt líferni. Ég hafði veikst af gigt nokkr­um árum áður og sá þarna tæki­færi í að skoða alla hluti tengda heils­unni eins og t.d. mataræði, svefn, hreyf­ingu o.s.frv. Ég fór að hugsa um hvað í um­hverf­inu mínu veitti mér vellíðan og hvað olli van­líðan. Ég ákvað að hreinsa til og tók út það sem dró úr orku minni og hafði nei­kvæð áhrif á mig. Í dag er ég í pró­grammi alla daga sem ger­ir lífið ennþá betra.“

Hvernig breytt­ist líf þitt eft­ir að þú hætt­ir að drekka?

„Allskon­ar hlut­ir í líf­inu hafa ekki breyst eins og það að ég sé í vinnu, er að leigja íbúð, á mín­ar frá­bæru vin­kon­ur, er í góðum tengsl­um við fjöl­skyld­una o.s.frv. Það er ég sjálf og mitt hug­ar­far sem hef­ur breyst, viðmótið til lífs­ins. Ég er sátt í eig­in skinni, ég er ham­ingju­söm og þó að ein­hverj­ir hlut­ir fari ekki á þann veg eins og ég ætla mér þá hef ég trú á að allt sé eins og það á að vera. Ég er alltaf að gera mitt besta og meira er ekki hægt.“

Guðrún Sæmundsen.
Guðrún Sæ­mundsen. Ljós­mynd/Í​ris Sig­urðardótt­ir

Saknaðir þú þess að vera að fá þér eft­ir að þú hætt­ir að drekka?

„Fyrst eft­ir að ég hætti þá hugsaði ég bara „Guð minn góður“ hvað allt á eft­ir að verða glatað. Ekk­ert gam­an að fara í partí, ekk­ert gam­an að fara í leik­hús, ekk­ert gam­an að fara í ut­an­lands­ferðir og svo má lengi telja. Ég var hrædd um að það sem ég áður taldi vera „skemmti­legt“ ætti ekki eft­ir að vera það leng­ur. Með tím­an­um, með góðri aðstoð og góðu pró­grammi þá fór ég að upp­lifa það að ég þurfti ekki áfengi til að skemmta mér. Ég var bara ég sjálf. Allt var skemmti­legt. Það urðu nýj­ar áhersl­ur, ég fór að skemmta mér öðru­vísi og lífs­mynstrið varð miklu betra.

All­ur minn tími í dag fer í upp­byggi­lega hluti. Mikla hreyf­ingu, góð mat­ar­boð, af­slöpp­un, sund, göngu­túra, hitta vin­kon­ur. Birt­an innra með mér verður alltaf stærri og meiri og smit­ast út í allt sem ég geri. Það þarf held­ur ekki allt að vera eins og dans á rós­um því það er líka gott fyr­ir mann að hafa verk­efni af mis­jöfn­um toga í líf­inu.“

Tengd­ir þú drykkj­una við stemn­ingu og skemmti­leg­heit eða var þetta komið út í eitt­hvað allt annað?

„Á þeim tíma sem ég drakk þá hélt ég að ég væri að skemmta mér, en þegar ég horfi til baka þá sé ég að það var ekki alltaf raun­in og í fæst­um til­fell­um var það þannig. Eins og ég segi, ef maður kann ekki að fara með áfengi þá á maður bara að sleppa því! Lífið er miklu betra án þess.“




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda