Þorgrímur Þráinsson safnar peningum

Þorgrímur Þráinsson.
Þorgrímur Þráinsson. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

„Fyrir mörgum árum langaði mig að handskrifa eitt eintak af bók sem ég hafði skrifað og safna peningum fyrir góðum málstað en mér fannst ég aldrei hafa réttu söguna til þess. Þegar ég skrifaði krakkabókina Ég elska máva, sem kom út núna í nóvember, rifjaðist þetta upp fyrir mér og þar sem hluti sögunnar gerist á Barnaspítala Hringsins lét ég verð að þessu núna,“ segir Þorgrímur Þráinsson.

Í september og október handskrifaði Þorgrímur eitt eintak af krakkabókinni ÉG ELSKA MÁVA til stuðnings Barnaspítala Hringsins.

„Til að auka verðgildi bókarinnar hafði ég samband við fjölmarga listamenn sem vildu leggja málefninu lið með því að myndskreyta bókina, sem má því kalla „bókverk“. Einn heppinn einstaklingur hlýtur síðan bókverkið og eina frummynd eftir ERRÓ fylgir með í ramma. Það er því til mikils að vinna,“ segir Þorgrímur.

Auk Erró lögðu eftirtaldir listamenn „bókverkinu“ lið og gáfu allir vinnu sína: Tolli, Kristín Gunnlaugsdóttir, Helgi Þorgils, Pétur Gautur, Lína Rut, Hugleikur Dagsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg Birgisdóttir, Lóa Hjálmtýsdóttir, Þorgrímur Kári Schram, Bryndís Kristín Þráinsdóttir, tveir 7 ára nemendur Ísaksskóla; Sóllilja Andrá Indriðadóttir og Bjarni Einarsson. Svo er ein opna helguð landsliðinu í knattspyrnu karla, en þeir sýndu stuðning sinn í verk með eiginhandaráritun á einni opnu.

Til að styðja við bakið á Barnaspítala Hringsins og samhliða því eiga möguleika að eignast verk eftir Erró og eina handskrifaða eintak bókarinnar, ásamt 15 ómetanlegum listaverkum eftir nokkra myndlistarmenn þarf aðeins að leggja 1.500 krónur inn á bankareikning spítalans: 513-26-22241. Kennitala: 640394-4479. Og síðan senda kvittun fyrir greiðslu á eftirfarandi netfang: egelskamava@gmail.com.

Í lok janúar 2016 verður síðan EITT nafn dregið út og sá heppni hlýtur bókverkið og frummyndina eftir Errró, innrammaða.

Svona lítur handskrifaða eintakið út.
Svona lítur handskrifaða eintakið út.
Þorgrímur Kári teiknaði þessa mynd.
Þorgrímur Kári teiknaði þessa mynd.
Sóllilja Andrá Indriðadóttir teiknaði þessa mynd.
Sóllilja Andrá Indriðadóttir teiknaði þessa mynd.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda