Þorgrímur Þráinsson safnar peningum

Þorgrímur Þráinsson.
Þorgrímur Þráinsson. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

„Fyr­ir mörg­um árum langaði mig að handskrifa eitt ein­tak af bók sem ég hafði skrifað og safna pen­ing­um fyr­ir góðum málstað en mér fannst ég aldrei hafa réttu sög­una til þess. Þegar ég skrifaði krakka­bók­ina Ég elska máva, sem kom út núna í nóv­em­ber, rifjaðist þetta upp fyr­ir mér og þar sem hluti sög­unn­ar ger­ist á Barna­spítala Hrings­ins lét ég verð að þessu núna,“ seg­ir Þorgrím­ur Þrá­ins­son.

Í sept­em­ber og októ­ber handskrifaði Þorgrím­ur eitt ein­tak af krakka­bók­inni ÉG ELSKA MÁVA til stuðnings Barna­spítala Hrings­ins.

„Til að auka verðgildi bók­ar­inn­ar hafði ég sam­band við fjöl­marga lista­menn sem vildu leggja mál­efn­inu lið með því að myndskreyta bók­ina, sem má því kalla „bók­verk“. Einn hepp­inn ein­stak­ling­ur hlýt­ur síðan bók­verkið og eina frum­mynd eft­ir ERRÓ fylg­ir með í ramma. Það er því til mik­ils að vinna,“ seg­ir Þorgrím­ur.

Auk Erró lögðu eft­ir­tald­ir lista­menn „bók­verk­inu“ lið og gáfu all­ir vinnu sína: Tolli, Krist­ín Gunn­laugs­dótt­ir, Helgi Þorgils, Pét­ur Gaut­ur, Lína Rut, Hug­leik­ur Dags­son, Hulda Vil­hjálms­dótt­ir, Ingi­björg Birg­is­dótt­ir, Lóa Hjálm­týs­dótt­ir, Þorgrím­ur Kári Schram, Bryn­dís Krist­ín Þrá­ins­dótt­ir, tveir 7 ára nem­end­ur Ísaks­skóla; Sóllilja Andrá Indriðadótt­ir og Bjarni Ein­ars­son. Svo er ein opna helguð landsliðinu í knatt­spyrnu karla, en þeir sýndu stuðning sinn í verk með eig­in­hand­arárit­un á einni opnu.

Til að styðja við bakið á Barna­spítala Hrings­ins og sam­hliða því eiga mögu­leika að eign­ast verk eft­ir Erró og eina handskrifaða ein­tak bók­ar­inn­ar, ásamt 15 ómet­an­leg­um lista­verk­um eft­ir nokkra mynd­list­ar­menn þarf aðeins að leggja 1.500 krón­ur inn á banka­reikn­ing spít­al­ans: 513-26-22241. Kennitala: 640394-4479. Og síðan senda kvitt­un fyr­ir greiðslu á eft­ir­far­andi net­fang: eg­elskama­va@gmail.com.

Í lok janú­ar 2016 verður síðan EITT nafn dregið út og sá heppni hlýt­ur bók­verkið og frum­mynd­ina eft­ir Err­ró, inn­rammaða.

Svona lítur handskrifaða eintakið út.
Svona lít­ur handskrifaða ein­takið út.
Þorgrímur Kári teiknaði þessa mynd.
Þorgrím­ur Kári teiknaði þessa mynd.
Sóllilja Andrá Indriðadóttir teiknaði þessa mynd.
Sóllilja Andrá Indriðadótt­ir teiknaði þessa mynd.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda