Sigmar og Júlíana trúlofuð

Sigmar Guðmundsson
Sigmar Guðmundsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson og Júlíana Einarsdóttir eru trúlofuð. Þau tilkynntu það á Facebook fyrr í kvöld en parið dvelur á Tenerife um jólin. Parið er búið að vera saman síðan 2012 en þá var hún fréttaskrifta á Stöð 2 en hann í Kastljósinu. 

17 ára aldursmunur er á parinu og vakti sambandið töluverða athygli þegar þau byrjuðu saman. Saman eiga Sigmar og Júlíana saman soninn Hrafn sem er fæddur 2013 en fyrir Sigmar tvær dætur og stjúpbörn. 

Sigmar steig fram í maí og ræddi opinskátt um alkahólisma sinn á Facebook-síðu sinni: 

Ég tel mig ekk­ert mikið frá­brugðinn öðru fólki, en vafa­lítið hafa ein­hverj­ir aðra skoðun á því. Rétt eins og flest­ir vil ég vera góður við fólkið mitt, standa mig vel í vinnu og láta gott af mér leiða. Leiða gaml­ar kon­ur yfir gang­braut og lesa bæk­ur fyr­ir veik börn á spít­öl­um. Oft tekst þetta. En ekki alltaf. Minn djöf­ull er alkó­hólismi sem hef­ur mar­kerað mitt líf frá unglings­ár­um.

Mér gekk afar illa að ráða við sjúk­dóm­inn fyr­ir 10-15 árum en í lok árs 2004 náði ég loks yf­ir­hönd­inni. Átta ára ed­rú­mennska fylgdi í kjöl­farið þar sem ég fékk trú á lífið á ný. Og fólkið mitt og vin­ir fengu trú á mér eft­ir enda­laus von­brigði árin á und­an. Lífið varð gott. En þessi geðsjúk­dóm­ur er lúmsk­asta kvik­indi sem fyr­ir­finnst og hann lúr­ir alltaf í leyni. Fyr­ir um ári féll ég eft­ir langa ed­rú­mennsku.

Svo það sé nú bara sagt hreint út þá var þetta öm­ur­legt fall. Og eins og venju­lega eru það aðstand­end­ur og vin­ir alk­ans sem líða mest fyr­ir fylle­ríið. Fjöl­skylda mín var í sár­um, vin­ir mín­ir gáttaðir og vinnu­fé­lag­arn­ir svekkt­ir því það er með mig eins og aðra alka, nán­ast von­laust að vera heiðarleg­ur í neyslu. Sjálf­ur var ég í hengl­um og flúði til Svíþjóðar í meðferð, brot­inn og beygður. Þar var gott að vera. Ég kom heim og var sann­færður um að allt yrði í lagi á ný. Og það vantaði ekk­ert uppá stuðning­inn sem ég fékk, frá öll­um í kring­um mig. Og trúið mér, ekki fannst mér ég eiga slík­an stuðning skilið eft­ir þetta rugl. En því miður var það ekki nóg. Það var erfitt að jafna sig and­lega eft­ir þetta fall og við tók erfiður tími. En svo birti til og ég fór að ná betri tök­um á ed­rú­mennsk­unni.

Ég gerði ná­kvæm­lega það sem alk­ar eiga að gera til að viðhalda bata. Og fór á gott flug. En ég slakaði því miður á og sjúk­dóm­ur­inn sló mig niður. Ég hætti að bera ábyrgð á bat­an­um mín­um og ed­rú­mennsk­unni. Og fyr­ir tveim­ur vik­um féll ég aft­ur. Vegna eig­in kæru­leys­is og van­mats á þess­um öm­ur­lega sjúk­dómi. Ég hef aldrei á æv­inni verið jafn svekkt­ur útí sjálf­an mig. Von­leysið og niður­brotið var al­gert. Og fjöl­skyld­an mín leið að sjálf­sögðu fyr­ir fallið, meira en ég sjálf­ur. Svona lagað spyrst út. Og eðli­legt að fólk velti því fyr­ir sér hvort ég sé lost keis. Ég féll. Og þegar maður fell­ur þá stend­ur maður upp og held­ur áfram.

Ég er svo hepp­in að eiga dá­sam­lega vini sem hjálpa mér á fæt­ur. For­eldra og börn sem veita stuðning. Ómet­an­legt. En það lán mitt að eiga Júlí­önu Ein­ars­dótt­ur að í þess­um hremm­ing­um bjargaði senni­lega lífi mínu. Ef það er ein­hver sem hef­ur stutt mig, stappað í mig stál­inu, verið til staðar og talað í mig kjark, þá er það hún. Jafn­vel þótt hún hafi þurft að þola mikið vegna míns alkó­hól­isma. Hún minn­ir mig á að ég er ekki vond­ur maður þótt ég komi ekki vel fram við fólkið mitt í neyslu.

Við mér blas­ir nú að vinna til baka traust henn­ar, barn­anna minna, for­eldra, vina og vinnu­fé­laga. Það skal tak­ast. Merki­legt nokk þá hefst sú ganga í nátt­föt­um og slopp við Grafar­vog­inn. Þangað ætla ég á morg­un. Ég ætla aldrei að gef­ast upp fyr­ir þess­um ógeðis­sjúk­dómi.

Sigmar á leið í meðferð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda