Jón Gnarr fékk barnabarn í afmælisgjöf

Jón Gnarr og Jóga Jóhannsdóttir.
Jón Gnarr og Jóga Jóhannsdóttir. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri 365 varð afi í gær í fyrsta sinn og ekki nóg með það heldur fékk hann barnabarnið í afmælisgjöf. Sjálfur fagnaði Jón 49 ára afmæli sínu í gær. 

Foreldrar drengsins eru Frosti Gnarr og Erla Hlín Hilmarsdóttir. Frosti er sonur Jógu Jóhannsdóttur eiginkonu Jóns Gnarr en hann gekk honum í föðurstað. Frosti er grafískur hönnuður og starfar á Íslensku auglýsingastofunni en Erla Hlín er verslunarstjóri í Aftur. 

„Yesterday, on my birthday, my wonderful daughter in law gave birth to a healthy baby boy. I am now a proud grandfather,“ sagði Jón á Facebook-síðu sinni. 

Smartland Mörtu Maríu óskar afanum, ömmunni og auðvitað foreldrunum til hamingju með drenginn. 

Yesterday, on my birthday, my wonderful daughter in law gave birth to a healthy baby boy. I am now a proud grandfather!

Posted by Jón Gnarr on 3. janúar 2016
Erla Hlín Hilmarsdóttir og Frosti Gnarr.
Erla Hlín Hilmarsdóttir og Frosti Gnarr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda