Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri 365 varð afi í gær í fyrsta sinn og ekki nóg með það heldur fékk hann barnabarnið í afmælisgjöf. Sjálfur fagnaði Jón 49 ára afmæli sínu í gær.
Foreldrar drengsins eru Frosti Gnarr og Erla Hlín Hilmarsdóttir. Frosti er sonur Jógu Jóhannsdóttur eiginkonu Jóns Gnarr en hann gekk honum í föðurstað. Frosti er grafískur hönnuður og starfar á Íslensku auglýsingastofunni en Erla Hlín er verslunarstjóri í Aftur.
„Yesterday, on my birthday, my wonderful daughter in law gave birth to a healthy baby boy. I am now a proud grandfather,“ sagði Jón á Facebook-síðu sinni.
Smartland Mörtu Maríu óskar afanum, ömmunni og auðvitað foreldrunum til hamingju með drenginn.