Sigmundur Davíð fyndinn á Snapchat

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyndinn á Snapchat.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyndinn á Snapchat. Ljósmynd/Samsett

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er kominn á hið vinsæla samskiptaforrit Snapchat. Það er hin mesta skemmtun að vera vinur hans á „snappinu“.

Sigmundur Davíð byrjaði á Snapchat um áramótin og síðan undirrituð vingaðist við hann á Snapchat hefur hann sýnt á sér öðruvísi hliðar. Hann fór til dæmis á KFC í gær, horfði á Ófærð og var í töluverðum vandræðum með að velja á milli Dalalífs og Sódómu, en planið var að horfa á aðra hvora myndina.

Ekki vitum við hvor myndin varð fyrir valinu en í morgun hélt stemningin áfram þegar Sigmundur Davíð var búinn að spotta kg af lakkrís inni á skrifstofu aðstoðarmanns síns, Jóhannesar Þórs Skúlasonar. Í snappinu virtist Sigmundur Davíð hissa því hann hélt að Jóhannes Þór ætlaði að hætta í namminu á nýja árinu.

Eins og Smartland Mörtu Maríu hefur áður greint frá eru Sigmundur Davíð og Jóhannes Þór oft að reyna að lifa heilsusamlegra lífi. Haustið 2014 voru þeir til dæmis saman í einkaþjálfun hjá Evert Víglundssyni Biggest Loser þjálfara og svo hefur Jóhannes Þór bloggað um heilsufar sitt og bætingar á því sviðinu.

Undirrituð bíður því spennt eftir næsta snappi - verður lakkríspokinn opnaður eða ekki. Það er stóra spurningin.

Snapchat forsætisráðherra er: sigmundurdavid

Sigmundur æfir hjá Biggest Loser þjálfara

Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs
Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda