Líkamsræktartröllið Rich Piana kann svo sannarlega að tríta sína elskulegu eiginkonu, Söru Heimisdóttur. Á Valentínusardaginn, sem haldinn var hátíðlegur á sunnudaginn, færði hann eiginkonu sinni bíl.
Bíllinn er engin smásmíði heldur bleikur að lit og frá þýska bílaframleiðandanum Mercedes-Benz. Hann var svo innilega rómantískur við sína heittelskuðu að hann bauð henni fyrst út að borða og þegar þau gengu út af staðnum beið bíllinn eftir Söru, stífbónaður og flottur.
Parið var töluvert í fréttum árið 2015 en þau gengu í hjónaband í Las Vegas í september og var ekkert til sparað. Piana lét svo þau orð falla að hann hafi vantað konu í húsið og stuttu síðar hafi kann kynnst Söru.
Vantaði konu í þetta risastóra hús
Skoða jafnvel undirfataiðnaðinn