Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Hilmir Snær Guðnason, er kominn á stefnumótaappið Tinder. Leikarinn hefur verið ákaflega eftirsóttur hjá kvenþjóðinni síðan hann steig sín fyrstu spor á leiksviðinu. Hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1994 og hefur síðan þá haft næg verkefni. Hann lék til dæmis í Hárinu og Rocky Horror og kvikmyndunum Agnesi, 101 Reykjavík, Englum alheimsins, Myrkrahöfðingjanum, Reykjavík-Guesthouse, Hafinu, Mávahlátri og Brúðgumanum svo einhverjar bíómyndir séu nefnar. Hann lék til dæmis aðalhlutverkið í myndinni, Fyrir framan annað fólk, eftir Óskar Jónasson sem frumsýnd var í febrúar.
Reyndar er Hilmir Snær ekki skráður undir sínu eigin nafni heldur nafninu Friðrik. Auk þess segist hann vera 43 ára en Hilmir Snær er í raun 46 ára.
Tinder er ákaflega vinsælt stefnumótaapp og mikið notað af einhleypu fólki. Smartland Mörtu Maríu tók saman lista á dögunum yfir fræga á Tinder og má lesa nánar um það HÉR og HÉR.