Kanye West kemur til Íslands á morgun

Kanye West.
Kanye West. Skjáskot GQ

Rapparinn Kanye West, eiginmaður Kim Kardashian, er á leið til Íslands. Samkvæmt heimildum Smartlands Mörtu Maríu mun hann mæta til landsins á morgun en hann ætlar að taka upp myndband á Íslandi. Ekki er vitað hvort hann ætlar að taka Bieber á þetta eða hvar á landinu myndbandið verður nákvæmlega tekið upp. 

Á meðan á dvöl hans stendur mun hann gista á 101 Hóteli eins og er svo vinsælt hjá erlendum stórstjörnum. 

Annars hefur West ekki alveg átt sjö dagana sæla upp á síðkastið en fréttir herma að hann sé bæði blankur og að hjónaband hans og Kardashian hangi á bláþræði. Og ekki skánaði samband hjónanna þegar hann bað Mark Zuckerberg stofnanda Facebook um að gefa sér peninga. 

Það er kannski ekki skrýtið að West/Kardashian hjónin séu blönk því lífsstíll þeirra er afar kostnaðarsamur og þótt bæði hafi ágætar tekjur þá virðist það ekki duga til. Kardashian sést til dæmis ekki oft í sama dressinu tvisvar og hún lætur helst ekki sjá sig í öðru en merkjavöru. 

Hjónin eignuðust á dögunum barn númer tvö, soninn Saint West, en fyrir áttu þau dótturina North West. Síðan parið ruglaði saman reitum hefur samband þeirra nánast verið í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum. Miðað við þann tíma sem þau eyða í partístand og opinberar uppákomur virðist ekki vera mikill tími aflögu fyrir þau sem hjón. Miðað við annríki þeirra er hæpið að þau nái einhvern tímann að slaka á saman og rækta nándina sem er svo mikilvæg í ástarsamböndum. 

Kim frumsýnir soninn

Kim Kardashian og Kanye West á Met Gala í gær.
Kim Kardashian og Kanye West á Met Gala í gær. mbl.is/AFP
Kim Kardashian og Kanye West
Kim Kardashian og Kanye West mbl.is/AFP
Kanye West og Amber Rose voru eitt sinn par.
Kanye West og Amber Rose voru eitt sinn par. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda