Erna Hrönn hætt eftir fimm ára starf

Erna Hrönn Ólafsdóttir hefur margoft tekið þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Erna Hrönn Ólafsdóttir hefur margoft tekið þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Söngkonan Erna Hrönn er hætt á útvarpssviði 365 eftir fimm ára starf. Landsmenn þekkja Ernu Hrönn vel úr sviðsljósinu því hún hefur starfað sem söngkona í fjölmörg ár og margoft tekið þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Auk þess hefur hún oft farið út í heim fyrir Íslands hönd sem bakrödd í Eurovisjón.

„Ég hef komið víða við á þessum fimm árum en fjörið byrjaði í rauninni þegar Brynjar Már plataði mig til að lesa sjóðandi heit FM-stef sem hljómuðu svo í nokkur ár. Síðdegisþátturinn Fjögur-sex á FM957 var fyrsta dagskrárgerðin sem mér bauðst að taka þátt í á útvarpssviðinu og var það með Brynjari Má en við færðum okkur svo yfir í Morgunþáttinn Magasín á sömu stöð og við bættist Þórhallur Þórhallssonog seinna nafna mín Erna Dís Schweitz Eriksdóttir. Ég fékk líka aðeins að sýna mig á Stöð2 í Íslenska listanum en þar sá ég um fréttainnslög um stjörnur tónlistarbransans,“ segir Erna Hrönn á Facebook-síðu sinni. 

Í síðustu viku var verktakasamningi hennar sagt upp og var hún með sinn síðasta þátt á föstudagskvöldið. 

„Ég tók enga dramatíska kveðjustund í loftinu en þetta hefur verið mikið og stórt ævintýri sem skrítið er að kveðja en hver veit nema röddin muni hljóma síðar á öðrum miðli en það verður tíminn bara að leiða í ljós,“ segir hún jafnframt. 

Erna Hrönn Ólafsdóttir, Hera Björk Þórhallsdóttir og Kristjana Stefánsdóttir á …
Erna Hrönn Ólafsdóttir, Hera Björk Þórhallsdóttir og Kristjana Stefánsdóttir á sviðinu í Ósló. BOB STRONG
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda