Caitlyn Jenner hefur sigrast á ótta sínum við að klæðast sundfötum. Í nýjasta þætti „I Am Cait“ skellti Jenner sér í sund með vinkonum sínum í afar glæsilegum hvítum sundbol. Jenner fullkomnaði síðan dressið með fallega liðuðu hári, sjali og gull eyrnalokkum.
Jenner geislaði í sundfötunum en nýlega greindi hún frá ótta sínum við sundföt og sagði þau láta sér líða of berskjaldaðri. „Í sundfötum sést mikið af mér. Ég gæti ekki orðið stressaðri núna,“ sagði Jenner í þættinum.
Stressið hvarf þó um leið og Jenner skellti sér í laugina með vinkonum sínum. „Ég gerði það, ég er komin í sundfötin. Þetta var stressandi en afar frelsandi,“ sagði Jenner og bætti við að spegilmyndin í gluggunum liti nú bara frekar vel út.