Mig dreymir um að verða „wedding planner“

Anna Lára Orlowska tekur þátt í keppninni Ungfrú Ísland.
Anna Lára Orlowska tekur þátt í keppninni Ungfrú Ísland.

Anna Lára Orlowska starfar í félagsmiðstöð með unglingum og segir að það sé alveg ótrúlega skemmtilegt og gefandi starf. Hún er 22 ára og er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi en keppnin fer fram í Hörpu 27. ágúst. Anna Lára er á föstu og hennar helstu áhugamál eru zumba, frisbígolf og að föndra. 

Hvað er búið að vera áhugaverðast í undirbúningi keppninnar? Það var ekki neitt eitt áhugaverðast. Allur undirbúningurinn er búinn að vera ótrúlega skemmtilegur og ég er búin að læra alveg helling nýtt!

Þekkir þú einhvern sem hefur tekið þátt í Ungfrú Íslandi? Já. Besta vinkona mín keppti í fyrra! 

Hvað drífur þig áfram í lífinu? Fjölskyldan mín og Nökkvi kærasti minn. Hann hefur hjálpað mér svo mikið að hafa trú á sjálfri mér og setja mér markmið. 

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Mig dreymir um að verða „wedding planner“.

Hvað gerir þú þegar þú vilt hafa það virkilega gott? Ég fer í nudd og fæ mér eitthvað rosalega gott að borða! 

Hvað æfir þú oft í viku og hversu lengi í senn? Ég æfi fimm til sex sinnum í viku.

Þurftir þú að hætta að borða eitthvað eftir að þú byrjaðir að æfa fyrir Ungfrú Ísland? Ég tók sjálf ákvörðun um að borða bara hollan mat. Það er búið að vera mjög erfitt. 

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að ferðast. Ég elska að skoða nýjar borgir og menninguna þeirra. 

En það leiðinlegasta? Örugglega að blása á mér hárið! 

Getur þú lýst þínum stíl? „Plain og classy“. 

Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum? Ég verð að viðurkenna að það eru nokkrar flíkur sem eiga ekki að vera þarna enn þá! 

Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Vinafólk mitt þau Gyða og Hafsteinn. Þau eru besta fólk sem ég hef kynnst. 

Hvar ætlar þú að vera stödd í lífinu eftir 10 ár? Ég verð með mitt eigið fyrirtæki sem sér um að skipuleggja veislur. Svo það sem skiptir mig mestu máli er að vera hamingjusöm og umkringd fjölskyldunni minni. 

Hvað gerir þig hamingjusama? Zumba. Ég kem alltaf út úr tímanum með stærsta bros á vör og gleðitilfinningu í hjartanu! Góður matur og góðar stundir með mínum nánustu gerir mig hamingjusama! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda