Vill vera besta útgáfan af sér

Sigríður Guðrún Sigmundsdóttir tekur þátt í Ungfrú Íslandi 2016.
Sigríður Guðrún Sigmundsdóttir tekur þátt í Ungfrú Íslandi 2016.

Keppnin um Ungfrú Ísland fer fram 27. águst næstkomandi í Hörpu. 21 stúlka mun keppa um titilinn Ungfrú Ísland árið 2016. Stúlkurnar verða kynntar á Smartlandi næstu daga. Sigríður Guðrún Sigurmundsdóttir er ein af þeim sem tekur þátt. Hún er 18 ára og starfar í afgreiðslunni í Hreyfingu Heilsulind með skólanum. Hennar helstu áhugamál eru dans, tíska og fyrirsætustörf. Sigríður Guðrún er á lausu. 

Hvað er búið að vera áhugaverðast í undirbúningi keppninnar?  Það sem er búið að vera áhugaverðast var Dale Carnegie-námskeiðið sem við stelpurnar fórum á. Kynntumst ótrúlega vel það kvöld og það myndaðist mikið traust innan hópsins.

Þekkir þú einhvern sem hefur tekið þátt í Ungfrú Ísland? Nei.

Hvað drífur þig áfram í lífinu? Að vera besta útgáfan af mér og vinna hart að markmiðum mínum.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég hef mikinn áhuga á tísku og heilsu. Væri til í að vera næringarfræðingur eða einkaþjálfari. Einnig hef ég unnið við módelstörf og væri til í að ná lengra í því.

Hvað gerir þú þegar þú vilt hafa það virkilega gott? Tek til í herberginu mínu, fer í heitt bað, set á mig maska og fer upp í rúm að horfa á eitthvað og fæ mér smá súkkulaði. 

Hvað æfir þú oft í viku og hversu lengi í senn? Fimm sinnum í viku og æfi í einn og hálfan tíma til tvo í hvert skipti. 

Þurftir þú að hætta að borða eitthvað eftir að þú byrjaðir að æfa fyrir Ungfrú Ísland? Nei, en ákvað sjálf að borða hollt. 

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Ferðast, versla, hreyfa mig, og vera með fjölskyldu og vinum.

En það leiðinlegasta? Kaupa skó.

Getur þú lýst þínum stíl? Frekar basic, pínulítið „street style“. 

Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum? Ég held ekki.

Hvar ætlar þú að vera stödd í lífinu eftir 10 ár? Gift, í góðu og skemmtilegu starfi og hamingjusöm.

Hvað gerir þig hamingjusama? Þegar fólkið sem ég elska er hamingjusamt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda