Elskar að ná markmiðum sínum

Alexandra Ríkharðsdóttir tekur þátt í Ungfrú Íslandi 2016.
Alexandra Ríkharðsdóttir tekur þátt í Ungfrú Íslandi 2016.

Alexandra Ríkharðsdóttir er tvítugur balletkennari hjá Plié listdansskóla. Hún er á föstu en hennar helstu áhugamál eru ballet, hreyfing og útivist. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi en keppnin fer fram í Hörpu á laugardaginn. 

Hvað er búið að vera áhugaverðast í undirbúningi keppninnar?

Mér finnst ekkert búið að vera meira áhugavert en eitthvað annað. Þetta er í heild sinni búið að vera heilmikill lærdómur sem ég hef haft rosalega gaman að.

Þekkið þið einhvern sem hefur tekið þátt í Ungfrú Ísland? Já, ég þekki nokkrar sem hafa tekið þátt í Ungfrú Íslandi.

Hvað drífur þig áfram í lífinu? Það sem drífur mig áfram í lífinu er að ná markmiðum sem ég set mér, því þá finnst mér ég geta allt sem mig langar.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég stefni alla vega á að læra sálfræði en annars veit maður aldrei hvert lífið leiðir sig.

Hvað gerir þú þegar þú vilt hafa það virkilega gott? Horfi á góða mynd eða þætti, kem mér vel fyrir og fæ mér súkkulaði eða ís.

Hvað æfir þú oft í viku og hversu lengi í senn? Það er mjög misjafnt hvað ég hef mikinn tíma til að æfa þannig ég æfi bara þegar ég hef tíma. En yfirleitt æfi ég í 1-2 klukkutíma í senn.

Þurftir þú að hætta að borða eitthvað eftir að þú byrjaðir að æfa fyrir Ungfrú Ísland?

Nei alls ekki, allt er gott í hófi!

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Ferðast, og gera og sjá eitthvað nýtt.

En það leiðinlegasta? Það leiðinlegasta sem ég geri er að hafa ekkert að gera. Ég verð alltaf að hafa eitthvað að gera.

Getur þú lýst þínum stíl? Stíllinn minn er frekar fjölbreyttur. Ég held það sé ekki hægt að lýsa honum, stundum finnst mér gaman að vera fín og vera skvísa en stundum finnst mér gott að vera bara í gallabuxum og hettupeysu.

Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum? Heldur betur, ég á grænar Ninja Turtles-náttbuxur sem hafa ekki fengið góða dóma en þær eru mjög þægilegar og ég fer ekki í þeim út úr húsi svo það er allt í góðu.

Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Klárlega mamma mín. Hún svo góðhjörtuð og dugleg kona að ég lít upp til hennar.

Hvar ætlar þú að vera stödd í lífinu eftir 10 ár? Ég ætla að vera hamingjusöm eftir 10 ár.

Hvað gerir þig hamingjusama? Fólkið sem mér þykir vænt um er klárlega það sem gerir mig hamingjusama.

Hægt er að fylgjast með keppninni en hún verður í beinni útsendingu á Smartlandi Mörtu Maríu og hefst kl. 20.00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda