Dreymir um að verða flugfreyja

Signý Fosset Aðalsteinsdóttir.
Signý Fosset Aðalsteinsdóttir.

Signý Fosset Aðalsteinsdóttir er 19 ára afgreiðsludama hjá Jóa Fel. Hún er einhleyp. Hennar áhugamál er að ferðast, dansa, hreyfing, förðun, söngur, að mála og teikna. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Ísland í ár. Keppnin fer fram í Hörpu á morgun og verður sýnt beint frá keppninni á mbl.is kl. 20.00. 

Hvað er búið að vera áhugaverðast í undirbúningi keppninnar? Það sem kom mér mest á óvart var það að það er endalaust hægt að stíga út fyrir þægindarammann og brjóta fleiri og fleiri ísa. Það er alltaf hægt að fara skrefinu lengra með öruggið og þessi undirbúningur mun vera til gagns allt mitt líf. 

Þekkir þú einhvern sem hefur tekið þátt í Ungfrú Ísland? Já, Hugrúnu Birtu og Söndru Ýr sem kepptu í fyrra. Hugrún var með mér í grunnskóla og Sandra æfði með mér jazzballett.

Hvað drífur þig áfram í lífinu? Allt sem gerir mig glaða, og það er svo mikið. Ég á æðislega fjölskyldu og vini og er með mjög spennandi framtíðarplön. Það er svo gott að njóta lífsins og gera eins mikið og maður getur úr því. Ég hugsa stundum að allur heimurinn er þarna úti að bíða eftir mér, því ég ætla helst að skoða hann allan og nýta öll tækifæri sem mér í hendur gefast.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég viðurkenni nú alveg að ég held að ég verði ekki mikið stærri en ég er í dag. En eldri verð ég samt, og ég ætla mér að fara í flugfreyjuna þegar ég lýk stúdentsprófi. Ég hlakka mikið til að vinna við það sem mér finnst skemmtilegast að gera. En svo hef ég líka mikinn áhuga á því að vinna með börnum. Ég hef unnið mikið með börnum, bæði í félagsmiðstöð og í skóla og alltaf finnst mér það jafn gaman. Mér finnst það mjög gefandi starf og gott að vera og finna að maður er fyrirmynd þeirra.

Hvað gerir þú þegar þú vilt hafa það virkilega gott? Mér finnst voðalega gott að fara í langa og góða sturtu, skrúbba mig vel og setja síðan gott krem eftir á. Svo er líka voðalega gott að leggjast uppí rúm og kíkja á góða þætti, eins og Friends eða Devious maids. Svo ef það á að vera extra gott kvöld þá fær maður sér popp með.

Hvað æfir þú oft í viku og hversu lengi í senn? Ég æfi helst alla daga og yfirleitt tvær klukkustundir í senn.

Þurftir þú að hætta að borða eitthvað eftir að þú byrjaðir að æfa fyrir Ungfrú Ísland? Nei, alls ekki, en auðvitað fór maður að hugsa örlítið meira út í það hvað maður væri að borða og valdi alltaf hollari kostinn.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Það er klárlega að ferðast. Hvort sem það er að skreppa upp í bústað eða til útlanda. Ég hef ferðast mjög mikið í gegnum tíðina og hef kynnst mörgum skemmtilegum og fallegum menningum og æðislegu fólki. En sama hvað ég ferðast mikið finnst mér Svíþjóð ávallt vera fallegasta landið. Ég sé mig alveg fyrir mér þar í framtíðinni.

En það leiðinlegasta? Það er nú eiginlega bara það að hafa ekkert að gera. En annars hefur mér aldrei fundist gaman að bíða í löngum röðum eða að fara í brjóstahaldarakaup.

Getur þú lýst þínum stíl? Mér finnst ég vera með mjög klassískan stíl. Ég er mikið fyrir skyrtur og flotta skó. En uppáhaldsflíkurnar mínar munu alltaf vera kjólar. Ef það er eitthvað sem ég á of mikið af en samt aldrei nóg af, þá eru það kjólar. Ég elska að skella mér í kjól, og ég nýti hvert einasta tækifæri til þess að nota kjólana mína.

Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum? Það ætla ég nú rétt að vona ekki, vonandi eru þau löngu horfin úr skápnum mínum og einhver annar að læra af þeim.

Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Ég sjálf. Mér finnst það vera mjög mikilvægt að geta litið upp til sjálfs síns og vera eins og maður vill að aðrir líti upp til manns.

Hvar ætlar þú að vera stödd í lífinu eftir 10 ár? Helsta markmiðið er að vera hamingjusöm. Ég mun starfa sem flugfreyja, komin með eiginmann og eitt barn, búsett á Íslandi eða í Svíþjóð í fallegu húsi rétt fyrir utan stórborgina með stórum garði.

Hvað gerir þig hamingjusama? Ég sjálf. Ég lærði það mjög ung að það að elska sjálfan sig og vera sátt við sjálfan sig mun koma þér lengst áfram í lífinu. Það er svo mikilvægt að vera sinn enginn besti vinur. Þannig hef ég hugsað frá því ég var lítil og tel ég það vera ástæða sjálfstæðis míns í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda