Verður að hafa nóg að gera

Aníta Rut Axelsdóttir tekur þátt í Ungfrú Íslandi 2016.
Aníta Rut Axelsdóttir tekur þátt í Ungfrú Íslandi 2016.

Aníta Rut Axelsdóttir er 22 ára tannlæknisfræðinemi. Í sumar starfaði hún sem aðstoðarmaður hjá kjálkaskurðlækni og líka sem þjónn á Fiskmarkaðnum. Hún er trúlofuð og hennar helstu áhugamál eru að baka og að skreyta kökur. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi en keppnin fer fram í Hörpu á laugardaginn. 

Hvað er búið að vera áhugaverðast í undirbúningi keppninnar? Dale Carnegie-námskeiðið sem við stelpurnar fórum á saman. Það hjálpaði okkur flestum mjög mikið og þjappaði hópnum saman.

Þekkið þið einhvern sem hefur tekið þátt í Ungfrú Íslandi? Já, Diljá Helgadóttir sem tók þátt í fyrra.

Hvað drífur þig áfram í lífinu? Ég myndi segja fullkomnunaráráttan mín og viljinn til að standa mig vel í öllu sem ég geri.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég er að læra tannlæknisfræði við HÍ þannig að ég ætla að verða tannlæknir. 

Hvað gerir þú þegar þú vilt hafa það virkilega gott? Elda góðan mat, baka köku eða einhvern góðan eftirrétt, opna vínflösku og hef það notalegt með unnustanum.

Hvað æfir þú oft í viku og hversu lengi í senn? Ég æfi um það bil fjórum til fimm sinnum í viku, 1,5 klukkutíma í senn.

Þurftir þú að hætta að borða eitthvað eftir að þú byrjaðir að æfa fyrir Ungfrú Ísland? Ég set mér aldrei nein boð og bönn varðandi mat. Það eina sem ég gerði var að fá mér sjaldnar nammi og ís en ef mig langar virkilega í eitthvað þá fæ ég mér það, bara í minna magni.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Mér finnst alltaf skemmtilegast þegar við unnustinn gerum eitthvað saman og það þarf ekki að vera neitt merkilegra en að fara í göngu eða kíkja í bíó. Annars að baka eða þegar það eru stórar kjálkaaðgerðir í vinnunni sem ég fæ að aðstoða í, þá gleymi ég algjörlega öllu öðru sem er að gerast í lífi mínu, það er alveg ólýsanlegt.

En það leiðinlegasta? Að ganga frá þvottinum.

Getur þú lýst þínum stíl? Frekar í fínni kantinum en samt einfaldur, fín skyrta við gallabuxur og flottan jakka er svona frekar basic.

Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum? Það hafa verið það já. 

Hvar ætlar þú að vera stödd í lífinu eftir 10 ár? Útskrifuð sem tannlæknir, búin að giftast unnusta mínum, kannski komin með 1-2 börn, enn þá jafnupptekin en þó þannig að ég geti leyft mér að fara í regluleg frí erlendis.

Hvað gerir þig hamingjusama? Að hafa nóg fyrir stafni og að vinna að markmiðum mínum á hverjum degi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda