Donna Cruz er 22.ára þjónn og verktaki hjá CP Reykjavík sem er viðburðarfyrirtæki. Hún er á föstu og hennar helstu áhugamál eru tölvuleikir, að teikna og mála og að hreyfa sig. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Ísland en keppnin er haldin á morgun í Hörpu. Bein útsending frá keppninni verður á mbl.is kl. 20.00.
Hvað er búið að vera áhugaverðast í undirbúningi keppninnar? Hiklaust stelpurnar. Að vera í hóp af svona gullfallegum konum er búið að opna mig gríðarlega mikið. Við erum allar svo ólíkar og öðruvísi en samt opnar fyrir hvor annarri.
Þekkir þú einhvern sem hefur tekið þátt í Ungfrú Ísland? Já, nokkrar í fyrra. Sara Djeddou og Maria Monica eru báðar vinkonur mínar svo var ég að vinna með Örnu í smástund á Fabrikkunni.
Hvað drífur þig áfram í lífinu? Fjölskyldan mín og kærastinn minn. Þetta gæti komið ykkur á óvart en ég er í alvörunni pínu feimin stelpa. Ég virka mjög opin á samfélagsmiðlum sem er alveg ég en þar er ég yfirleitt að fíflast og hafa gaman en þegar það kemur að alvöru hlutum þá á ég mjög erfitt með að stíga áfram og það er svo gott að eiga svona góðan stuðningshóp til að hvetja mig.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég hugsa að ég verði ekki mikið stærra en ég er núna. (160cm á hæð).
Hvað gerir þú þegar þú vilt hafa það virkilega gott? Ekki neitt. Það er eitthvað svo róandi að þurfa ekki gera neitt það er eiginlega bara best. Við erum alltaf að drífa okkur eitthvert. Þegar ég fæ frí og þá meina ég alvöru frí. Frí frá vinnunni og húsþrifum þá vil ég bara vera uppi í rúmi að horfa á uppáhaldsþættina mína.
Hvað æfir þú oft í viku og hversu lengi í senn?
Ég æfi sirka þrisvar til fimm sinnum í viku. Það er mismunandi hvað ég er lengi. Alveg frá einum og hálfum tíma upp í þrjá tíma. Sérstaklega ef ég er með vinkonum minum þá gleymi ég mér í spjallinu.
Þurftir þú að hætta að borða eitthvað eftir að þú byrjaðir að æfa fyrir Ungfrú Ísland? Ó já. Ekkert dramatískt samt. Mataræðið mitt innihelt pizzur, hamborgarar, kleinuhringi og meira kleinuhringi. Ég hef þurft að minnka því aðeins sem er auðvitað erfitt en það er líka bara mjög gott. Að borða hollt er mjög gott ég hef meira orku fyrir alltsaman og ég sé gríðarlega mikinn mun á mér líkamlega. En ég leyfi mér samt alveg af og til.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Ef ég má vera smá væmin þá satt að segja er það að vera með kærastunum mínum. Hann er besti vinur minn og að gera hvað sem er með honum er það besta sem ég geri. Hvort sem það sé að horfa á Jackass saman, spila tölvuleiki eða ferðast.
En það leiðinlegasta?
Húsþrif. Sérstaklega þegar ég „þarf'“ að gera það.
Getur þú lýst þínum stíl?
Hvaða stíl? Flest alla daga þá er ég í of stórum bol sem Tryggvi, kærastinn minn, á og gallabuxum. En ef það er eitthvað fínt þá er það yfirleitt eitthvað sem mér líður best í, sem gæti verið mismunandi eftir hvernig mér líður.
Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum?
Já fataskápurinn minn.
Hver er fyrirmynd þín í lífinu?
Ég ætla að vera væmin aftur og það er klárlega mamma mín. Hún er svo sterk. Þau 17 ár sem við höfum búið hér á Íslandi hefur hún ekkert verið annað en sterk. Vann láglaunavinnu allt sitt lif og kom heim flest alla daga dauðþreytt en kvartaði aldrei. Svo greindist hún með sjálfsofnæmissjúkdóm sem heitir Lupus (rauðir úlfar) þegar hún var í kringum 25 ára. Sjúkdómurinn tók auðvitað sinn toll á fjölskylduna en hún stóð sig mjög vel. Mig langar líka að minnast á pabba sem er mögulega duglesti vinnukraftur Íslands. Ég lít upp til þeirra og reyni alltaf að vera jafndugleg og þau í vinnunni.
Hvar ætlar þú að vera stödd í lífinu eftir 10 ár?
Eftir 10 ár verð ég 32. Það skiptir mig þannig séð ekki máli „hvar“ ég er stödd svo lengi sem að ég hef fjölskylduna mína í kringum mig. En það væri gott að vera búin með námið og mögulega kominn með minn eigin rekstur.
Hvað gerir þig hamingjusama?
Fjölskyldan mín alla daga. Systir mín gerir mig ótrúlega hamingjusama og kærastinn minn. Og svo elska ég ís. Hann er möst eftir erfiðan dag.