Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, forstöðumaður mennta- og mannauðsmála Samtaka iðnaðarins, gengu heilagt hjónband í laugardaginn. Athöfnin fór fram í Dómkirkjunni og voru brúðhjónin gefin saman af Guðna Má Harðarsyni. Eftir athöfnina buðu brúðhjónin til veislu í Borgarleikhúsinu.
Hjónin kynntust á Akureyri fyrir allmörgum árum þegar hún starfaði í Hofi en hann í Leikfélagi Akureyrar. Síðan þau urðu par hafa þau verið áberandi í menningarlífi borgarinnar. Hjónin eiga miklu barnaláni að fagna en þau eiga samtals fimm börn.
Smartland óskar þeim hjartanlega til hamingju með ráðahaginn.