Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt og Sveinn Andri Sveinsson lögmaður eru nýtt par. Þau mættu saman í Kassann í Þjóðleikhúsinu í gær á sýninguna Maður sem heitir Ove. Sigurður Sigurjónsson eða Siggi Sigurjóns eins og hann er kallaður fór á kostum sem Ove.
Ásta Hrafnhildur og Sveinn Andri hafa verið nokkuð dugleg að sækja menningarviðburði en þau fóru á frumsýningu í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi. Sveinn Andri hefur verið fastagestur í leikhúsunum síðustu ár og mætt á nánast allar frumsýningar.
Ásta Hrafnhildur tók við sem ritstjóri Séð og Heyrt í vor af Eiríki Jónssyni en hún var fræg á einni nóttu þegar hún stýrði Stundinni okkar með kettinum Kela.