Líkamsræktardrottningin Sara Heimisdóttir, sem giftist Rich Piana með pompi og prakt í fyrra er skilin og byrjuð með Chris Miller, sem er einnig í líkamsræktarbransanum.
Sara komst í fréttir á Íslandi þegar út spurðist að hún ætti í ástarsambandi við Rich Piana en hann er Youtube stjarna í Bandaríkjunum. Hann heldur úti þættinum 5% sem fjallar um líf hans og störf. Á meðan allt lék í lyndi í sambandinu var herra Piana gjafmildur og lagði mikið upp úr því að gera vel. Hann gaf Söru til dæmis bleikan sportbíl sem vakti mikla kátínu.
Í sumar slitnaði upp úr sambandi Rich Piana og Söru og hún flutti tímabundið til Flórída í Bandaríkjunum en hjónin höfðu búið saman í Kaliforníu á meðan á sambandi þeirra og hjónabandi stóð.
Nú er Sara hinsvegar búin að finna ástina á ný og búin að skrá sig í samband á samfélagsmiðlum.