Lilja Pálmadóttir keypti hestamynd eftir Louise Matthíasdóttur fyrir sjö milljónir króna á uppboði í Gallerí Fold. Myndin var metin á sjö til níu milljónir króna.
„Þetta er óvenjulega hátt vegna þess að þetta er óvenjulega stór og mikil mynd. Miðað við aðrar sem við höfum selt er þetta ekkert of hátt verðmat,“ segir Tryggvi Páll Tryggvason, listmunasali í Gallerí Fold, í samtali við mbl.is.
Frétt af mbl.is: Hafa selt „miklu dýrari myndir“
Myndin Brúnn hestur eftir Louisu Matthíasdóttur er í stærðinni 137x152 cm. Í samtali við mbl.is sagði Tryggvi Páll Tryggvason, listmunasali í Gallerí Fold, að hestamyndir og náttúrulífsmyndir færu yfirleitt á mjög háu verði. Hann sagði einnig að verk eftir Louisu Matthíasdóttur væru afar eftirsótt.