Lilja Pálma keypti sjö milljóna verk

Baltasar Kormákur Samper og Lilja Pálmadóttir.
Baltasar Kormákur Samper og Lilja Pálmadóttir. mbl.is/Freyja Gylfa

Lilja Pálmadóttir keypti hestamynd eftir Louise Matthíasdóttur fyrir sjö milljónir króna á uppboði í Gallerí Fold. Myndin var metin á sjö til níu milljónir króna. 

„Þetta er óvenju­lega hátt vegna þess að þetta er óvenju­lega stór og mik­il mynd. Miðað við aðrar sem við höf­um selt er þetta ekk­ert of hátt verðmat,“ seg­ir Tryggvi Páll Tryggva­son, list­muna­sali í Galle­rí Fold, í sam­tali við mbl.is.

Frétt af mbl.is: Hafa selt „miklu dýr­ari mynd­ir“

Myndin Brúnn hestur eftir Louisu Matthíasdóttur er í stærðinni 137x152 cm. Í samtali við mbl.is sagði Tryggvi Páll Tryggva­son, list­muna­sali í Galle­rí Fold, að hestamyndir og náttúrulífsmyndir færu yfirleitt á mjög háu verði. Hann sagði einnig að verk eftir Louisu Matthíasdóttur væru afar eftirsótt. 

Listaverk eftir Louisu Matthíasdóttur.
Listaverk eftir Louisu Matthíasdóttur. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda