Arna Bára á von á þriðja barninu

Arna Bára Karlsdóttir.
Arna Bára Karlsdóttir.

Playboy-fyrirsætan Arna Bára Karlsdóttir á von á sínu þriðja barni með unnusta sínum Heiðari Árnasyni. Í samtali við Smartland viðurkenndi Arna Bára að henni hefði brugðið töluvert við þessar fréttir. 

„Þetta leggst bara ótrúlega vel í mig en ég skal samt viðurkenna að mér var mjög brugðið fyrst til að byrja með og þurfti alveg að venjast aðeins tilhugsuninni um að verða þriggja barna móðir,“ segir hún og hlær og bætir við: 

„Þetta kríli var ekki planað en auðvitað velkomið og við hlökkum mikið til að hitta litla krílið en auðvitað líka smá stressuð enda þrjú börn á fimm árum alveg slatti að mínu mati,“ segir hún. 

Þegar hún er spurð að því hvað hún fái út úr barnauppeldinu segir hún það ákaflega gefandi. 

„Strákarnir mínir eru allt það besta í lífi mínu og þeir gera allt svo miklu skemmtilegra. Ég legg mig líka mun meira fram í öllu enda vil ég ná sem lengst í lífinu til að geta gefið þeim drauma. Lífið sem þeir eiga skilið.“

Arna Bára leggur mikið upp úr því að lifa heilbrigðu lífi og líða sem best. Þegar ég spyr hana hvort hún sé búin að kveðja Playboy segist hún vera komin með nýja stefnu í lífinu. 

„Playboy á alltaf smásess í mínu lífi en áður en ég varð ólétt núna var ég komin með nýja stefnu enda snýst bransinn um að halda áfram og vera ekki föst í sama farinu. En ég stefni á að sinna meira „Business hliðinni“ af mínu lífi og stefni þangað. Ég hætti þó aldrei að vera trú sjálfri mér og hætti aldrei að vera eins og ég er sama hversu mörg börn ég bý til,“ segir hún og hlær. 

Arna Bára Karlsdóttir.
Arna Bára Karlsdóttir. Ljósmynd/Ólafur Harðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda