Fullkomin blanda af foreldrum sínum

Lily-Rose Depp er ansi lík foreldrum sínum.
Lily-Rose Depp er ansi lík foreldrum sínum. AFP

Hin 17 ára Lily-Rose Depp var ansi smart á rauða dreglinum á frumsýningu kvikmyndarinnar Planetarium í París í gær. Unga leikkonan var hversdagslega klædd og líktist báðum foreldrum sínum mikið.

Lily-Rose er að feta í fótspor foreldra sinna en hún fer með hlutverk í kvikmyndinni Planetarium ásamt því að sinna fyrirsætustörfum fyrir Chanel. Þess má geta að Lily-Rose er dóttir leikarans Johnny Depp og fyrirsætunnar Vanessu Paradis. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er Lily-Rose fullkomin blanda af þeim báðum.

Lily-Rose Depp á Planetarium.
Lily-Rose Depp á Planetarium. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda