Viktoría Hermannsdóttir fréttakona hjá RÚV og Svala Ólafsdóttir dósent við lagadeild í HR eru ekki byrjaðar saman eins og lítur út fyrir á forsíðu Séð og Heyrt.
Í blaðinu er umfjöllun um fólk sem hefur fundið ástina og kemur þar fram að Viktoría hafi fundið ástina í fanginu á Sólmundi Hólm útvarpsmanns og grínara. Svala Ólafsdóttir er hinsvegar byrjuð með Grétari Örvarssyni tónlistarmanni sem gerði garðinn frægan með Siggu Beinteins og Stjórninni. Á forsíðunni kemur þetta hinsvegar ekki fram og lítur út eins og Viktoría og Svala séu svona líka alsælar með hvor aðra.
Hér syngur Sólmundur Hólm um íslenska Konnann sem er lukkugripur Þróttar.