Lögmanninum Sveini Andra Sveinssyni bregður fyrir í nýjasta hefti Séð og heyrt. Þar er sagt að hann sé afar svalur á einu vinsælasta „appi“ landsins.
Í dálknum Heyrst hefur er sagt ...að Sveinn Andri Sveinsson sé svalur á Tinder.
Þeir sem ekki þekkja „appið“ Tinder þá er það eitt vinsælasta stefnumótaappið í dag en þar getur fólk reynt fyrir sér í makaleit.
Í haust voru Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir ritstjóri Séð og heyrt og Sveinn Andri Sveinsson að rugla saman reytum. Þau voru sannkallað menningarpar og sáust mikið saman í leikhúsum borgarinnar. Nú kveður við annan tón. Hann kominn á Tinder og hún mögulega í öðrum hugleiðingum.