Íris Björk Tanya Jónsdóttir fer ekki framhjá neinum enda með eindæmum kröftug og heillandi kona. Íris Björk er konan á bak við Vera design skartgripalínuna sem hefur fengið verðskuldaða athygli undanfarið. Línan fer ört stækkandi ásamt því að sölustöðunum fjölgar hratt.
Við spurðum þessa duglegu konu spjörunum úr um árið sem nú er að líða undir lok.
Hápunktur ársins?
„Að komast upp á topp á fjalli þar sem ég er mjög lofthrædd manneskja.“
Hvaða manneskja hafði mestu áhrifin á þig á árinu?
„Það er manneskjan sem ýtti mér út fyrir þægindarammann og í kjölfarið fór allt uppávið en ég hef nafnið fyrir mig.“
Skrítnasta upplifun þín 2016?
„Mér finnst svo afar fátt skrítið orðið í þessu lífið og því þarf mjög mikið til að sjokkera mig svo ég segi bara pass.“
Uppáhalds drykkurinn þinn þetta árið?
„Ég verð að segja kampavín eins og svo oft áður.“
Mest eldaði rétturinn í eldhúsinu?
„Mest eldaði rétturinn á mínu heimili er allt sem inniheldur trufflur. Sterk rótargrænmetissúpa kemur þar næst á eftir, stútfull af chilli og engifer.“
Uppáhalds lagið þitt á árinu?
„Love on the brain með söngkonunni Rihönna.“
Uppáhaldsvefsíðan þín?
„Pintersest allan daginn - enda stútfull af frábærum hugmyndum.“
Besta bók sem þú last á árinu?
„Ég á enn eftir að lesa hana, en ég ætla að veðja á að það verði bókin Tvísaga. Já þetta er hugmynd af jólagjöf til mín.“
Fallegasta augnablik ársins?
„Þegar ég fékk þær fréttir að dóttir mín gengi með barn.“
Mest krefjandi verkefni ársins?
„Það er án efa það að standa mig 110% vel í vinnunni og að sinna heimilinu mínu og tveimur 12 ára dætrum mínum ein. Það er jafnframt besta verkefni lífsins.“
Þakklæti ársins?
„Ég er full þakklætis fyrir börn mín, vini, fjölskyldu, góða heilsu og vöxt fyrirtæki míns. Ást á línuna.“