Sirrý hætt í sjónvarpinu

Sirrý Arnardóttir og Kristján Franklin Magnús eiginmaður hennar.
Sirrý Arnardóttir og Kristján Franklin Magnús eiginmaður hennar. mbl.is/Styrmir Kári

Sigríður Arnardóttir eða Sirrý eins og hún er oftast kölluð er hætt að vinna á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Hún sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni. Fjölmiðlakonan hefur haldið úti skemmtilegum spjallþáttum á sjónvarpsstöðinni þar sem hún hefur fengið áhugavert fólk í viðtal. 

Sirrý er ekki eina manneskjan sem er að kveðja Hringbraut því Sigurjón M. Egilsson hætti á dögunum en hann hefur séð um pólitíska þætti á sjónvarpsstöðinni. 

„Hætti á Hringbraut í gær og fór á fullt í námskeiðahald í dag.
Hef verið að hugsa þetta síðan í haust og áramót eru frábært tækifæri til að skipta um stefnu. Mikill kraftur og öflugt fólk á námskeiði hjá mér, tökumanni og sminku, „Fjölmiðlafærni og örugg tjáning“. Takk fyrir daginn Hrafnhildur Gunnarsdóttir og allir skemmtilegu þátttakendurnir,“ segir hún á Facebook-síðu sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda