Leikkonan og ísbúðareigandinn, Anna Svava Knútsdóttir, og sambýlismaður hennar, Gylfi Þór Valdimarsson, eignuðust dóttur 7. janúar. Þau reka saman ísbúðina Valdísi sem er ein vinsælasta ísbúðin í Reykjavík en hún er staðsett úti á Granda.
Stúlkan var 9 merkur þegar hún kom í heiminn. Stúlkan er annað barn þeirra Önnu Svövu og Gylfa Þórs en fyrir eiga þau soninn Arnar Orra sem er fæddur 2015.
Smartland óskar þeim hjartanlega til hamingju með stækkandi fjölskyldu.