Sköllótt Ragnhildur Steinunn

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona.
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona.

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona berar á sér skallann í nýrri herferð Krafts, sem er félag fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra. Er þetta gert til þess að vekja athygli á samtökunum. Hún er þó ekki eina manneskjan því fleiri þjóðþekktir einstaklingar taka þátt í herferðinni. 

Það eru Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari, Saga Garðarsdóttir leikkona, Jón Jónsson söngvari og hagfræðingur, Annie Mist Þórisdóttur og Björgvini Páli Gústafssyni. 

„Það þarf Kraft til að takast á við krabbamein. Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, boðar til vitundarvakningar um ungt fólk og krabbamein.  Félagsmenn Krafts eru krabbameinsgreindir einstaklingar á aldrinum 18 - 40 ára og aðstandendur. Megin markmið átaksins er að vekja athygli á aðstæðum þessa fólks.  Auk þess verður leitað til almennings að gerast mánaðarlegir styrktaraðilar til að styðja við bakið á starfseminni.  

Hluti af herferð Krafts verður að perla armbönd sem á stendur „Lífið er núna“ og eru þau  seld til styrktar Krafti. Leitað verður til almennings um að hjálpa okkur að perla þessi armbönd. Þann 14. janúar verður Perlað með Krafti á Kexinu milli 12 og 17. Við vonumst til að sjá  sem flesta. Eins og fyrr greinir verða þessi armbönd seld til styrktar Krafti í vefverslun Krafts á www.kraftur.org/vefverslun  eða á www.lifidernuna.is og þar getur fólk einnig skráð sig sem mánaðarlega styrktaraðila,“ segir í tilkynningu frá Krafti. 

Kraftur, stuðningsfélag, var stofnað árið 1999 og byggir afkomu sína alfarið á velvilja almennings og fyrirtækja. Megin ástæða þess að félagið fer út í átak sem þetta er m.a. til að styrkja fjárhagslegar stoðir þess. Helstu verkefni Krafts eru að reka faglegt stuðningsnet þar sem jafningjar styðja aðra  með sömu lífsreynslu. Félagið úthlutar einnig styrkjum úr sérstökum neyðarsjóði til ungs fólks með krabbamein til að standa straum af læknis- og lyfjakostnaði, heldur úti útivistar- og endurhæfingarhópnum FítonsKrafti  og veitir einnig endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu. 

Þorvaldur Davíð Kristjánsson.
Þorvaldur Davíð Kristjánsson.
Saga Garðarsdóttir leikkona.
Saga Garðarsdóttir leikkona.
Jón Jónsson söngvari og hagfræðingur.
Jón Jónsson söngvari og hagfræðingur.
Annie Mist Þórisdóttir.
Annie Mist Þórisdóttir.
Björgvin Páll Gústafsson.
Björgvin Páll Gústafsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda