Kim gaf skýrslu fyrir frönskum dómara

Kim Kardashian ásamt eiginmanni sínum Kanye West.
Kim Kardashian ásamt eiginmanni sínum Kanye West. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var leidd fyrir franskan dómara í New York á dögunum þar sem hún gaf skýrslu um ránið á skartgripum hennar. Þann 3. október réðust fimm vopnaðir og grímuklæddir menn inn í hótelíbúð stjörnunnar í París, bundu hana og lokuðu inn á baðherbergi, á meðan þeir létu greipar sópa í íbúðinni.

Ránsfengurinn er metinn á níu milljónir evra eða um 1.1 milljarð króna. Meðal þess sem ræningjarnir höfðu á brott var rándýr, sérsmíðaður trúlofunarhringur frá rapparanum Kanye West eiginmanni Kardashian.

Í rykfrakka í yfirstærð 

Kardashian hefur nú þegar gefið skýrslu vegna málsins hjá lögregluyfirvöldum í Frakklandi. Lögreglan hefur handtekið tíu manns grunaða um aðild að ráninu, þar á meðal höfuðpaura þess. Fyrr í mánuðinum kvaðst franska dagblaðið, Journal du Dimanche, hafa einkaaðgang að handskrifaðri skýrslu sem var byggð á skýrslunni sem tekin var af Kardashian. Þar sagði hún að ræningjarnir hafi virst óreyndir.

Frétt mbl.is – Glæpamenn af gamla skólanum

Kardashian hefur vakið athygli fyrir djarfan og töff klæðaburð sinn en hún klæddist svörtum rykfrakka í yfirstærð og hvítum hnéháum stígvélum á leið í dóminn. 

@kimkardashian out in #NYC on Thursday. (2/2/17)

A photo posted by kardashians (@kuwtkgirls) on Feb 2, 2017 at 3:04pm PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda