Linda á meðal þeirra allra flottustu

Ekki bara fegurðardrottning heldur einnig farsæl viðskiptakona segir í samatektinni.
Ekki bara fegurðardrottning heldur einnig farsæl viðskiptakona segir í samatektinni.

Ungfrú heimur er ein elsta fegurðarsamkeppni heims en hún var upphaflega haldin árið 1951 af umboðsmanninum Eric Morley. Upphaflega átti að halda keppnina í þetta eina skipti en sökum vinsælda hennar hefur hún nú nánast verið haldin á hverju ári síðan. Heimasíðan https://brightside.me tók saman nokkrar glæsilegustu fegurðardrottningarnar sem borið hafa titilinn að þeirra mati frá upphafi en þar má sjá okkar einu sönnu Lindu Pétursdóttur nefnda en hún sigraði keppnina svo eftirminnilega árið 1988. Farið er fögrum orðum um Lindu á síðunni og talað um velgengni hennar í viðskiptum. Linda hefur unnið mikið starf fyrir keppnina síðan en hún sat meðal annars í dómnefnd keppninnar á dögunum.

Indverska fegurðardísins Aishwarya Rai var kjörin ungfrú heimur árið 1994. …
Indverska fegurðardísins Aishwarya Rai var kjörin ungfrú heimur árið 1994. Rai er í dag bæði leikkona, fyrirsæta og talsmaður snyrtivörurisans L’Oreal.
Megan Young frá Filippseyjum vann ungfrú heim árið 2013. Yong …
Megan Young frá Filippseyjum vann ungfrú heim árið 2013. Yong er leikkona, fyrirsæta, sjónvarpskynnir og margt fleira en hún á afar farsælan feril.
Cindy Breakspeare frá Jamaíka sigraði árið 1976.
Cindy Breakspeare frá Jamaíka sigraði árið 1976.
Priyanka Chopra kemur einnig frá Indlandi en hún vann keppnina …
Priyanka Chopra kemur einnig frá Indlandi en hún vann keppnina árið 2000. Chopra er þekkt fyrir einstaka fegurð sína og hefur starfað mikið sem fyrirsæta í heimalandinu en einnig syngur hún og leikur.
Rolene Strauss frá Suður-Afríku var kjörin Miss World árið 2014 …
Rolene Strauss frá Suður-Afríku var kjörin Miss World árið 2014 en hún er sú þriðja sem hlýtur titilinn frá Suður-Afríku. Strauss hefur starfað sem fyrirsæta frá blautu barnsbeini.
Jennifer Hosten frá Grenada stóð uppi sem sigurvegari árið 1970. …
Jennifer Hosten frá Grenada stóð uppi sem sigurvegari árið 1970. Hún lagði fyrirsætustarfið á hilluna fyrir sönglistina.
Sarah-Jane Hutt frá Bretlandi var kjörin Ungfrú heimur árið 1983. …
Sarah-Jane Hutt frá Bretlandi var kjörin Ungfrú heimur árið 1983. Valið á Hutt þótti svo umdeilt að keppendurnir sem tóku þátt sama ár lýstu yfir óánægju sinni með hana.









mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda