Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendi frá sér yfirlýsingu út af stóra ananas-málinu. En þannig var mál með vexti að Guðni sagði á fundi í Menntaskólanum á Akureyri að hann vildi láta banna ananas á pítsur.
„Mér finnst ananas góður, bara ekki á pítsu. Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína. Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi. Ég mæli með fiskmeti á pítsu.