Söngkonan Greta Salóme reynir að kljást við Fjallið í sínu nýjasta myndbandi, My Blues feat. Það tekur á enda var hann rúmlega 200 kg síðast þegar hann steig á vigtina.
Myndbandið var tekið upp í febrúar og greindi Smartland frá því að Fjallið, Hafþór Júlíus Björnsson, hafi notað söngkonuna sem lóð.
„Bæði eru þau í góðu líkamlegu formi þó svo að hann sé risastór og hún örlítið nettari. Greta Salóme er nýkomin heim frá Taílandi þar sem hún var í æfingabúðum. Nú vinnur hún hörðum höndum að því að koma út nýju lagi.
Á dögunum stóðu upptökur yfir á nýju tónlistarmyndbandi söngkonunnar. Myndbandið, sem framleitt er af SILENT, var tekið upp í líkamsræktarstöð Hafþórs Júlíusar, The Power Gym, sem er í Auðbrekku í Kópavogi. Það var vel við hæfi að myndbandið væri tekið upp þar því fjallið, Hafþór Júlíus, leikur á móti Gretu Salóme í myndbandinu,“ sagði í frétt Smartlands í febrúar.