Íris Arna Geirsdóttir, vinkona brúðarinnar Kristbjargar Jónasdóttur, greip vöndinn í brúðkaupi Kristbjargar og Arons Einars sem fram fór í Hallgrímskirkju á laugardaginn.
Brúðkaupið var mjög glæsilegt í alla staði en veislan fór fram á Korpúlfsstöðum.
Íris Arna er þekkt í fitness-heiminum en hún hefur margsinnis keppt í greininni. Síðasta haust var Íris Arna að hitta Skúla Mogensen forstjóra Wow air. Nú er bara spurning hver sá heppni verður fyrst búið er að grípa vöndinn.