Það verður enginn ríkur af þessu

Þóranna Sigurðardóttir eða Tóta Lee eins og hún er kölluð.
Þóranna Sigurðardóttir eða Tóta Lee eins og hún er kölluð.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Þóranna Sigurðardóttir, eða Tóta Lee eins og hún er kölluð, leikstýrði myndbandinu So Tied Up með hljómsveitinni Cold War Kids. Tóta býr í Los Angeles þar sem hún starfar við kvikmyndagerð. Hún komst í fréttir á dögunum þegar hún leikstýrði myndbandi Red Hot Chili Peppers en þeir héldu einmitt tónleika hérlendis á dögunum.

Í samtali við Smartland segir Tóta að Cold War Kids sé frekar vinsæl í Los Angeles og það hafi eiginlega verið sonur hennar sem sagði við hana að hún yrði að taka þetta verkefni að sér. 

„Lagið heitir So Tied Up og fjallar um þann öldugang sem fellst í því að vera í ástarsambandi,“ segir Tóta en í myndbandinu eru dregnar fram dramatískar hliðar á sambandinu. 

Myndbandið var tekið upp í húsi í Hollywood-hæðunum sem er …
Myndbandið var tekið upp í húsi í Hollywood-hæðunum sem er í eigu umboðsmanns hljómsveitarinnar.

Þegar ég spyr hana hvað hafi verið henni efst í huga þegar hún leikstýrði myndbandinu er hún hreinskilin.

„Ég hugsaði um manninn minn og alla fyrrverandi kærastana mína,“ segir hún. 

Hvernig er svona myndband unnið? 

„Ég er með umboðskonu hér í bæ sem sér um að útvega mér verkefni. Hún sendir mér lagið, hvort hljómsveitin hafi einhverjar óskir og hvað þetta má kosta. Svo segi ég henni hvort að ég hafi áhuga. Fyrst skrifaði ég hugmyndir fyrir öll lög sem mér voru send, en núna er það of tímafrekt og ég skrifa bara þegar ég tengi við lagið. Ég átti reyndar frekar erfitt með að koma upp með hugmynd fyrir þetta lag, en sonur minn fílar hljómsveitina og skipaði mér að leggja höfuðið í bleyti. Þá spratt upp þessi saga um hjónin sem stöðugt drepa hvort annað. í upphafi átti þetta að vera hrein Hitchcock tilvísun, en svo fór samstarfið við alla sem komu að þessu að blanda hverskonar hugmyndum í frummyndina, stundum mér til mikillar ánægju, en ekki alveg alltaf,“ segir Tóta. 

Tóta var hrifin af innréttingunum í húsinu.
Tóta var hrifin af innréttingunum í húsinu.

Myndbandið var tekið upp í húsi í Hollywood-hæðunum. 

„Þetta hús er reyndar í eigu umboðsmanns hljómsveitarinnar. Ég var ekkert rosa spennt þegar þeir tilkynntu mér að þeir væru með hús í huga, yfirleitt eru þannig viðskipti ekki af hinu góða, en viðmót mitt breyttist um leið og ég fékk að skoða það. Þarna voru allar innréttingar upprunalegar og ótrúlega fallegur panill á veggjunum,“ segir hún. 

Það gekk á ýmsu við gerð myndbandsins. 

„Vinur minn klessti flotta gamla Bensan sinn á leiðinni í tökur þannig að hann endaði að borga með verkefni sem hann var að gera mér greiða á, þannig er aldrei gaman. Ég kom með öxina mína að heiman og proppsarinn fann eftirlýkingu úr gúmmí í sömu stærð. Þegar tökumaðurinn Ben Hardwicke sá öxina fór hann að skelli hlæja, því þetta var barbí stærð og væri aldrei hægt að nota í að höggva eldivið. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Það er líka erfitt að höggva eldivið, þannig ég var smá kvíðinn að fara í gegnum þetta með leikaranum, en svo kom í ljós að hann hafði unnið sem skógarhöggsmaður.

Þetta myndband var framleitt fyirir eina og hálfa milljón íslenskra króna og það hefði aldrei tekist ef ég hefði ekki haft íslensku vinkonu mína Söru Nassim með mér í liði. Við kynntumst þegar við unnum saman í Noah, svo fórum við saman í AFI þar sem hún framleiddi útskriftar myndina mína Zelos. Sara er alltaf að vinna að einhverjum stórmyndum og hefur aldrei tíma til að sinna mér, en sem betur fer var hún laus til að hjálpa okkur. Eftir á áttaði ég mig á að þetta hefði aldrei tekist án hennar. Þetta voru erfiðar tökur 90% stedicam sem er tímafrekt og við höfðum bara takmarkaða stund í húsinu, því tökuleyfi eru mjög ströng í íbúðarhverfum. Það er líka alltaf flókið þegar maður er með vopn í mynd, það vill enginn leikstjóri lenda í því að einhver meiðist. Sara er svo mikill reynslubolti að ég var ekkert í því að setja á mig gamla framleiðanda hattinn,“ segir hún. 

Útsýnið úr stofunni er magnað.
Útsýnið úr stofunni er magnað.

Tóta segir að það sé góð reynsla að framleiða svona myndband en það sé ekki góð leið ef fólk ætlar að moka inn peningum.

„Þetta er allt reynsla. Það er ekki mikill peningur í tónlistarmyndböndum, þannig að ég stekk í þetta til að öðlast reynslu sem leikstjóri á meðan ég er að skrifa og þróa bíómyndir. Ég er enn að skrifa Zelos í fullri lengd og það er mikil pressa á mér að klára það. Síðan var ég valin í stórmyndaþjálfun fyrir konur hjá Fox og það prógram er enn í fullum gangi,“ segir hún. 

Hljómsveitin á tökustað.
Hljómsveitin á tökustað.
Tóta Lee í vinnunni.
Tóta Lee í vinnunni.
Hvert smáatriði skiptir máli þegar tónlistarmyndband er tekið upp.
Hvert smáatriði skiptir máli þegar tónlistarmyndband er tekið upp.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda