Vill milljón á mánuði fyrir 50% vinnu

Jón Gnarr er að leita sér að vinnu.
Jón Gnarr er að leita sér að vinnu. ljósmynd/Þórður Arnar Þórðarson

Jón Gnarr er í atvinnuleit en grínistinn og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur setti atvinnuauglýsingu á Facebook-síðu sína. Jón er hinsvegar ekki tilbúinn að vinna við hvað sem er enda vill hann um það bil milljón á mánuði fyrir 50 prósent vinnu og helst vera í yfirmannsstöðu með aðstoðarmanneskju. 

Jón sem nennir ekki að vinna með leiðinlegu fólki telur upp kosti sína í stöðufærslunni. En hann segist vera mjög jákvæður að upplagi og óhemju duglegur. Hann sé yfirleitt hress og kátur, ekki átakafælinn, góður í samskiptum auk þess sem hann geti blaðrað endalaust. Hann stelur heldur ekki eða lýgur, nema nauðsyn krefji. 

Jón lýgur engu þegar hann segist vera strangheiðarlegur og telur því líka upp galla sína. En hann segist vera með athyglisbrest og lesblindu. Með lítið tímaskyn þannig að hann veit yfirleitt ekki hvaða dagur er. Lesblindan gerir hann auk þess talnablindan. Þó svo að honum þyki vænt um fólk á hann erfitt með að þekkja fólk og muna hvað það heitir en fjölskylda hans telur að hann þjáist líka af andlitsblindu. 

Þó svo að Jón geri miklar kröfur er hann tilbúinn skoða það að vinna á vinnustaðnum lengur en í eitt ár. En hann er vanur að vinna bara í eitt ár á sama vinnustaðnum. Hann er Apple-maður og getur ekki gert undantekningu á því. 

„jæja, ég held að þetta sé allt. ef það eru einhverjar spurningar þá endilega spyrjiið. takk fyrir að lesa atvinnuumsókn mína, og hlakka til að fara yfir skemmtileg og spennandi atvinnutilboð Virðingarflist Jón Gnarr,“ skrifar Jón og lýkur þessari óformlegu atvinnuumsókn sem hann sendi út í kosmósið. 

Jón Gnarr hefur komið víða við á sínum starfsferli og …
Jón Gnarr hefur komið víða við á sínum starfsferli og meðal annars verið borgarstjóri í Reykjavík. mbl.is/Rósa Braga
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda