Söngkonan Salka Sól Eyfeld og rapparinn Arnar Freyr Frostason eru trúlofuð en þau tilkynntu það á samfélagsmiðlum í dag, föstudag.
„Þessi spurði mig hvort ég vildi verða eiginkonan hans og ég sagði hell yeah bro,“ skrifaði Salka á Instagram-síðu sína en parið er búið að vera á ferðalagi um Spán.
Arnar birti einnig mynd á Instagram-síðu sinni og skrifaði undir hana „hún sagði já.“
Smartland óskar þeim innilega til hamingju með trúlofunina.