Svali er byrjaður að undirbúa flutning

Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er kallaður, er …
Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er kallaður, er byrjaður að undirbúa flutning til Tenerife. mbl.is/Golli/Kjartan Þorbjörnsson

„Ekki hefði ég getað ímyndað mér hvað við eigum mikið af óþarfa dóti. Þetta kemur í ljós þegar maður fer í gegnum skápana. Úlpurnar, peysurnar, útivistarfötin, íþróttafötin, fínu fötin og fleira í þeim dúr. En það er ekki bara það, hvað með bollastellið, glösin, diskana, eldföstu mótin og allt það dót? Þetta þarf allt að fara, þar sem við höfum ekki stað til að geyma allt þetta dót á. Viðurkenni það að mér verður um og ó þegar við förum í gegnum þetta,“ segir útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er kallaður, í sínum nýjasta pistli. 

Stutt í þetta en samt eitthvað svo langt, 30. desember er dagurinn. Tilboð komið í íbúðina en auðvitað með fyrirvara um sölu á hinni eigninni, svona gengur það bara. En ég hlakka til að vera búinn að selja því þá er sá óvissufaktor horfinn og maður getur einbeitt sér að þeim næsta. Og já það, eru nokkrir óvissufaktorar en það er partur af þessu. Við ætlum okkur að vera ekki með allt planað í þaula, en vita nokkurn veginn hvert við stefnum. Viðurkenni það að það er pínu erfitt að sleppa tökunum. 

Eitt af erfiðari verkefnum fyrir flutning er nú lokið. Við þurftum að koma Vask inn á annað heimili. Vaskur er eða var sem sagt hundurinn okkar. Eins árs schnauzer sem kom til okkar sem 8. vikna hvolpur. Þetta var mun erfiðara en ég hafði getað ímyndað mér, tengingin við hundinn er svo mikil að þetta var íll gerlegt. En hann er kominn á gott heimili þar sem hann mun dafna vel. Ástæðan fyrir því að hann fer ekki með er sú að það eru of mörg húsnæði sem banna hunda og það er nógu erfitt að finna húsnæði yfirhöfuð. Þannig að sú ákvörðun var tekin á einum fjölskyldufundinum í haust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda