„Maður er bara að springa úr monti“

Guðlaugur Þór Þórðarson og Ágústa Johnson.
Guðlaugur Þór Þórðarson og Ágústa Johnson. mbl.is/Stella Andrea

Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar varð amma í fyrradag. Sonur hennar, Rafn Franklín Hrafnsson eignaðist sem sagt dóttur með unnustu sinni, Karen Gylfadóttur.

Ágústa segist vera alsæl með þetta nýja hlutverk þótt það sé kannski ekki alveg farið að reyna á það.

„Ég er bara búin að vera amma í rúma 2 daga en það leggst ljómandi vel í mig,“ segir Ágústa í samtali við Smartland.

„Margir segja að þetta sé besta hlutverkið, að geta notið þess að dúllast í barnabörnunum en skila þeim þegar maður hefur fengið nóg. Þessi dásamlega litla dama er að minnsta kosti algjör draumur og maður er bara að springa úr monti,“ segir Ágústa amma alsæl með ömmustelpuna sína. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda